Öll dýrin í skóginum eru EKKI vinir

Stundum dunda ég mér við að lesa blogg. Í dag fann ég eina bloggfærslu sem er algerlega brilljant. Færsluna skrifar Björgvin Valursem ég því miður kann engin deili á. Færslan er hins vegar svo brilljant að ég ákvað að stela henni:

"Heldurðu að þeir sem eiga netin veiði sjálfir?  Asni.  Auðvitað lét ég karlana snurpa.  Ég var bara yfirmaður.  Pabbi minn fiskar aldrei sjálfur.  Hann á bara allan fisk hér í firðinum og öll skip.  Ég fékk sígarettu hjá formanninum."

Svo mæltist syni Bogesens kaupmanns á Óseyri við Axlarfjörð en eins og allir vita er þetta úr Sölku Völku Halldórs Laxness.  Þegar eitthvað úr stuttbuxna- og skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins rekur á mínar fjörur, kemur mér alltaf þessi kaupmannssonur í hug.

Feitur, dekraður, ófyrirleitinn og gjörsamlega úr takti við líf annarra en hinna spilltu forréttindapésanna.

Ég held það væri þjóðinni hollt núna að lesa Laxness og uppgötva að það er ekkert nýtt undir sólinni; þeir sem eiga hafa alltaf reynt að kúga þá sem eiga ekki og þeir beita öllum meðölum til að geta gert það.  Ljúga, svíkja og pretta.

Við skulum þess vegna ekki ímynda okkur eitt andartak að Sjálfstæðisflokkurinn gangi erinda annarra en hinna sterku, þeirra sem eiga, og hann mun gera allt til að standa vörð um hagsmuni þeirra.

Meðal annars ljúga, svíkja og pretta.

Málið er að áróðursmaskínurnar hafa seinustu árin reynt að þurrka út hugtökin "vinstri" og "hægri" í stjórnmálum. Þessi hugtök eru ekki úrelt, það þjónar hins vegar hagsmunum peningaaflanna að láta eins og þau séu ekki til, öll dýrin í skóginum séu vinir. Peningaöflin þurfa á okkar atkvæðum að halda. Því er það þannig að eftir því sem misskiptingin verður meiri þá fækkar í hópi peningaaflanna og þá eykst þörfin á að plata okkur sauðsvartan almúgann, láta okkur halda að þau séu að vinna að okkar hagsmunum.

Við vitum betur, þessir hagsmunir fara ekki saman. Bankahrunið ætti svo sannarlega að vera búið að kenna okkur það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðustu 20 árin hef ég kallað Sjálfstæðisflokkinn "RÁNFUGLINN", enda augljóst hvað sá flokkur stendur fyrir "stétt með AUÐstétt".

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 23:48

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég var búin að sjá þessa snilldarfærslu Björgvins Vals. Hann er einn af eðalbloggurum þessa lands, kennari á Stöðvarfirði, held ég. Það líður ekki sá dagur að ég kíki ekki til hans og ég hvet alla til þess að fylgjast með skrifum hans.

Þú getur kynnst Björgvin Val nánar hér.

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.4.2009 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband