Hinir raunverulegu glæpónar

Fjármálaeftirlitið hefur loks áttað sig á hverjir eru glæpamenn Íslands. Það eru auðvitað blaðamennirnir Agnes Bragadóttir og Þorbjörn Þórðarson, ritstjóri Eyjunnar Guðmundur Magnússon og sjónvarpsmaðurinn Kristinn Hrafnsson.

Þessir aðilar hafa að mati FME brotið bankaleynd og það geti varðað sektum eða fangelsi.

Vissulega ber að taka á brotum hvers eðlis sem þau kunna að vera. En skýtur það ekki skökku við að þetta sé það helsta sem við heyrum um ábendingar frá FME um brot í fjármálaheiminum? Talað hefur verið um tregðu FME til að veita sérstökum saksóknara upplýsingar.

Einhvern veginn finnst mér þetta ekki verstu glæpirnir þessa dagana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir mér hljómaði þetta einmitt eins og aðferð til að draga ahyglina frá einhverju enn verra..

Ásdís (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband