19.2.2009 | 21:37
Tryggingafélög
Kastljós sjónvarpsins fjallaði í kvöld um ranglátt kerfi tryggingabóta frá tryggingafélögum í kjölfar hörmulegs slyss þegar ungur drengur lamaðist neðan mittis og systir hans lést.
Vegna ákvæðis í skaðabótalögum dregst frá tryggingabótum tryggingafélagsins þær greiðslur sem áætlað er að drengurinn fái eftir 18. ára aldur frá Tryggingastofnun ríkisins. Allar greiðslur eru miðaðar við lágmarkslaun. Já takið eftir lágmarkslaun, ekki meðallaun verkamanna og ekki meðallaun í landinu. Það er ákveðið með lögum að einstaklingar sem örkumlast með þessum hætti eigi ekki kost á meiru en því allra lægsta sem gerist í okkar samfélagi.
Þessir einstaklingar eru dæmdir til fátæktar.
Rökin eru þau að fólk á ekki að græða á því að lenda í slysum.
Faðir barnanna lýsti jafnframt því að bætur sem hann taldi sig eiga rétt á skv tryggingu vegna fráfalls stúlkunnar fékk hann ekki þar sem undanskilið var í tryggingaskilmálum að þær ættu ekki við ef um væri að ræða dauðsfall af völdum vélknúins ökutækis.
Vegir trygginganna eru órannsakanlegir. Þú ert tryggður fyrir öllu nema tjóni var eitt sinn sagt á mínu heimili. Ein af mínum fyrstu bloggfærslum fjallaði einmitt um þetta atriði.
Upphafleg hugsun tryggingakerfisins er sá að við erum með iðgjöldum okkar að leggja fyrir fjármuni sem munu nýtast okkur eða öðrum sem lenda í áföllum. Tryggingafélög sem slík ættu því ekki að vera gróðafyrirtæki, heldur tæki til samhjálpar.
Því miður hafa tryggingafélög orðið "gróðavæðingunni" að bráð og markmið þeirra er að skila hagnaði til eigenda fremur en að bæta tjónþolum sitt tjón.
Höfum það í huga þegar verið er að selja okkur nýjar tryggingar, lesum smáa letrið.
Ég skora jafnframt á löggjafann að endurskoða skaðabótalöggjöfina þannig að viðmiðunarupphæð í tilvikum eins og fjallað var um í kvöld sé nær eðlilegum tekjum, ekki lágmarkslaun.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sú stefna að hefta aðldraða og öryrkja í fátækt, er arfur frá stjórnartíð Sjálfstæðismanna. Þarna er komin enn ein birtingarmynd þeirrar stefnu að gera þessi mál bæði flókin og eins óhagstæð bótaþegum eins og kostur er. Mörgum lagagreinum þarfað breyta og þessi er áreyðanlega ein af þeim. Sennilega er vænlegast að endurskoða skaðabótalögin í heild sinni, því oft eru plátrar á svona lagabálki til að skapa óréttlæti hjá öðrum hóp, en akkúrat þeim sem lagað er hjá. Dánarbætur vegna litlu stúlkunnar, viðmiðunartaxti og skerðing á bótum trá tryggingafélaginu til drengsins. Þetta þarf allt lagfæringa við.
Mér fannst faðirinn sýna mikinn styrk að koma fram og útskýra þessi mál.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.2.2009 kl. 21:49
Að allt öðru
Nýtt lýðveldi - skrifa undir áskorun HÉR
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.2.2009 kl. 21:51
Þessi löggjöf er nátúrlega algjört rugl að það sem greitt er frá tryggingarstofnun dragist frá tryggingarfélögum sem eru einkafyrirtæki svo sem VÍS og hvað þau heita.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 19.2.2009 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.