Vonbrigði og þreyta

Seinustu mánuðir hafa einkennst af miklu tilfinningaflóði.

Ég hef verið sorgmædd yfir þeim missi sem þjóðin hefur orðið fyrir vegna þess að við höfum verið rænd.

Ég hef verið öskureið út í þá sem gerðu okkur þetta.

Ég hef verið hrædd því ég veit ekki hvað tekur við.

Ég hef lagt mig fram við það að fylgjast með því sem er í gangi, á köflum verið fréttasjúk. Ég vildi ekki trúa að þetta væri að gerast, ekki heldur að þrátt fyrir ótrúlega atburðarás væri enginn sem kannaðist við að hafa gert neitt rangt. Enginn hefur sagt af sér, enginn hefur kannast við að hafa gert mistök. Algerlega vanhæfur seðlabankastjóri situr í skjóli ríkisstjórnar sem þumbast við og lætur yfir sig ganga ótrúlegar fullyrðingar. Fjármálaeftirlitið virðist hafa lagt blessun sína á gjörninga sem það hefði átt að stoppa. Grunur um að aðilar í stjórnkerfinu hafi eitthvað að fela, læðist að fólki.

Þetta er ekki einleikið.

Ég trúði því að það að þúsundir löghlýðinna borgara mættu viku eftir viku í miðbæ Reykjavíkur og sýndu óánægju sína á friðsaman og kurteisan hátt myndi hafa einhver áhrif.

Það reyndist rangt.

Til viðbótar við sorg, reiði og hræðslu þá finn ég fyrir vonbrigðum með viðbrögð stjórnvalda, þau hafa verið ótrúlega máttlaus.

Getur verið að.....................manni dettur svo margt í hug og getur bara vonað að ímyndunaraflið hlaupi með mann í vitlausar áttir.

Það hrjáir mig bloggþreyta. Biðst forláts.

Annars bara hress og kát................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ég er sammála þér þessi stjórn er svo úrræðalaus að það hryggir mann virkilega og nú er svo komið að ríkistjórnin virðist vera komin á sömu skoðun og við og ætlar að hressa upp á hana með því að skipta út ráðherrum við skulum vona að nýir vendir sópi en þeir gömlu gera það ekki.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 14.12.2008 kl. 22:20

2 identicon

Hresstu þig við Kristjana, það færist kraftur í mótmælin eftir áramót, aðventan dregur aðeins úr, hefðirnar eru svo sterkar. Ef ekkert gerist er ég með verkefni fyrir okkur: Finna uppskriftina að líminu sem heldur ríkisstjórninni saman og stjórnum FME og SÍ við stólana. Fá einkaleyfi, framleiða og flytja út. Er viss um að þá fari nú gjaldeyririnn að streyma í kassann. Hugsaður þér bara hvað ítalir myndu borga fyrir eins og einn gám!

Ásdís (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband