Davíð fyrir viðskiptanefnd Alþingis

Á fimmtudag fyrir viku var Davíð Oddsson seðlabankastjóri kallaður fyrir viðskiptanefnd Alþingis og átti hann að skýra út fyrir nefndinni hvað hann átti við þegar hann sagði að hann vissi hvers vegna Bretar beittu hryðjuverkalögum á okkur.

Öll þjóðin beið í ofvæni eftir að fá að heyra hvað þetta gæti verið. En, nei höfðinginn var eitthvað vant viðlátinn og mátti ekki vera að því að hitta nefndina.

Og hvað svo?

Enginn fjölmiðill hefur svo ég hafi tekið eftir, sagt frá því að karlinn hafi verið kallaður aftur fyrir.

Er málið bara dautt af því að seðlabankastjóri mátti ekki vera að þessu og lítilsvirti nefndina?

Eða..............hefur nefndinni verið tjáð hver ástæðan var og sannleikurinn er þess eðlis að við megum ekki vita?

Eða..............var þetta bara show, þ.e. ætlaði nefndarformaðurinn bara að nýta augnablikið og vera svalur og bjóða Davíð birginn?

Eða.............hefur nefndin ekki það vald að geta skikkað Davíð til að koma og skýra frá þessu?

Eða............eitthvað allt annað sem ég hef ekki hugmyndaflug í að giska á?

Hver sem ástæðan er þá er full ástæða til að fjölmiðlar fylgi þessu eftir. Mér vitanlega hefur það ekki verið gert, gæti þó hafa misst af því og væri þakklát fyrir ef einhver benti mér á ef svo er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta er eini staðurinn sem ég hef séð minnst á málið:  Egill Helga.

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.12.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Sjónvarpið sagði frá því í tíufréttum að Davíð væri boðaður á fund nefndarinnar kl 8.30 í fyrramálið.

Við bíðum spennt.

Kristjana Bjarnadóttir, 3.12.2008 kl. 22:14

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Já, ég heyrði það rétt eftir að ég skrifaði athugasemdina. En mannvalið í nefndinni bendir til að farið verði um Davíð með silkihönskum.

Ágúst Ólafur Ágústsson.
Árni Páll Árnason.
Birgir Ármannsson.
Birkir J. Jónsson.
Guðfinna Bjarnadóttir.
Höskuldur Þórhallsson.
Jón Bjarnason.
Jón Gunnarsson.

Lára Hanna Einarsdóttir, 4.12.2008 kl. 00:51

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 4.12.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband