Hver ber ábyrgð á hverju?

Það er forvitnilegt í ljósi atburða seinustu vikna að skoða ályktanir sem samþykktar voru á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í apríl 2007. Ég verð að viðurkenna að þessi klausa sem finna má á vefnum xd.is og er úr ályktun um viðskipta og neytendamál, segir meira en mörg orð:

Hið opinbera þarf stöðugt að huga að því að lögbundið eftirlitskerfi verði ekki of íþyngjandi fyrir atvinnulífið og þarf að gæta þess að gera ekki óþarfar kröfur til atvinnulífsins og taka ekki upp meira regluverk en nauðsyn krefur. Þá skal lögð áhersla á að eftirlit verði eftir því sem kostur er í höndum einkaaðila, meðal annars með því að fyrirtæki njóti innra eftirlits. Það að ákvörðunarvald um hvaða kröfur skuli gerðar liggi hjá hinu opinbera, þarf ekki að þýða að ríkið þurfi sjálft að hafa allt eftirlitið með höndum. 

Ég vek semsagt athygli á því að að landsfundur Sjálfstæðisflokksins lagðist gegn regluverki og eftirliti í viðskiptalífinu. Gagnrýni þessa dagana beinist einmitt helst að því að regluverk og eftirlit hafi skort.

Væri ekki ágætt fyrsta skref hjá viðkomandi stjórnmálaflokki að kannast við þessa ályktun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verulega góður punktur hjá þér

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband