23.11.2008 | 20:33
Sveitabrúðkaup
Ég hef verið upptekin undanfarna daga við að koma yngri systur minni í hjónaband. Slíkt krefst töluverðrar vinnu og nánasta fjölskylda lagði þar hönd á plóg. Þetta var sannkallað sveitabrúðkaup því hjónaefnin reyndu eftir fremsta megni að hafa veitingarnar eins "sveitalegar" og kostur var, þ.e. afurðir af eigin búi en þau eru bændur að Stakkhamri.
Allir sögðu svo já á réttum stöðum.
Til hamingju Laufey og Þröstur!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Myndarleg brúðhjón þarna á ferð. Til hamingju með þau!
kv. Þorbjörg.
Þorbjörg (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 09:21
Ja hérna til hamingju! Og ég tek undir með Þorbjörgu, myndarleg brúðhjón þar. Ég á eina yngri systur sem þarf að koma í hjónaband, hvernig er það gert?
Ásdís (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 23:15
hmmm..... spurningin hvernig, í þessu tilfelli fór hún í bændaskóla, landbúnaðarháskóla, og fékk manninn til að koma og skoða föðurleifðina undir því yfirskina að hann væri að hjálpa henni að sækja hest.... eitt leiddi síðan af öðru.... Svo ég mæli með að senda hana í bændaskóla....
Erna Bjarnadóttir, 25.11.2008 kl. 15:03
Ja, ég gleymdi víst alveg að láta fylgja með nauðsynlegar upplýsingar. Karlmannsleysi hrjáir nefnilega ekki konuna. Hún á mann og tvo bráðfallega syni, er bara ekki gift. Svo rammt kveður að þörf minni að koma þeim í hnapphelduna að í mörg ár var jólakjóll dóttur minnar valinn og keyptur með það sérstaklega fyrir augum að hann nýttist sem brúðarmeyjarkjóll. Ég er alveg búin að gefast upp á þeim leik....
Ásdís (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.