Þessi bloggfærsla flokkast undir tvöfaldan ritstuld. Hugmyndin er Bylgju og hún birti fyrir nokkrum dögum brilljant bloggfærslu, sjá hér.
Færslan hennar var bara svo brilljant að ég geri bara eins og Hannes Hólmsteinn hefur áður gert, endurbirti það besta. Ritstuldurinn er tvöfaldur því bitastæðasti hlutinn er tekinn af heimasíðu Sjálfstæðisflokksins, xd.is sjá hér.
Þá að efninu. Á seinasta landsfundi flokksins í apríl 2007 sagði formaðurinn eftirfarandi:
En ef mesta framfaraskeið hagsögunnar endurspeglar mistök í hagstjórn, skulum við sjálfstæðismenn fúslega gangast við þeim.
Ég bíð spennt................
Nei annars, það er bara alheimsfjármálakreppa...............þess vegna "lentum" við í þessu.
Yeh, right.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það hljóta að vera til upptökur frá þessum fundi og það væri flott ef sjónvarpsstöðvarnar sýndu þetta brot nokkrum sinnum
Sigrún Jónsdóttir, 17.11.2008 kl. 02:02
Nei þetta er ekki hagstjórninni að kenna það er heimskreppa í fjármálageiranum við sjálfstæðismenn ráðum ekki við það . Er þetta ekki svarið? mér heyrist það
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 17.11.2008 kl. 09:35
Auðvitað verða sjálfstæðismenn að gangast við þessu og hverfa nú þegar úr ríkisstjórn. En því miður virðast þeir ekki ætla að gera það. Það er til einföld lausn við því. Meirihluti Alþingis hendir þeim einfaldlega úr ríkisstjórn, bráðabirgðastjórn verði mynduð og kosningar fari fram snemma næsta árs. Til þess að þetta gerist þarf Samfylkingin auðvitað að hysja upp um sig brækurnar og slíta stjórninni. Meðan það er ekki gert situr Sjálfstæðisflokkurinn auðvitað í ríkisstjórn í boði Samfylkingarinnar.
Guðmundur Auðunsson, 18.11.2008 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.