31.10.2008 | 20:31
Austurvöllur laugardag kl 15.00
Á morgun laugardaginn 1. nóv kl 15. boðar Hörður Torfason til fundar á Austurvelli. Hörður hefur staðið fyrir fundum sem þessum í nokkrar vikur, einnig seinasta laugardag en því miður beindist athyglin þá að öðrum mótmælum sem Kolfinna Baldvinsdóttir stóð fyrir.
Meðfylgjandi er linkur á video af fundi sem Hörður skipulagði þann 18. okt en andinn á þessum fundi var eins og ég vil sjá í mótmælum gegn því "ástandi" sem skapast hefur á Íslandi seinustu vikur.
http://www.youtube.com/watch?v=RB13PYRcVvE
Yfirskrift fundarins er "Breiðfylking gegn ástandinu". Markmið fundarins er að sameina þjóðina og stappa í fólk stálinu.
Íslenskir fjölmiðlar hafa undanfarið gefið rangar upplýsingar um fjölda fundargesta á mótmælafundum sem haldnir hafa verið. Erlendir fjölmiðlar hafa sagt fundargesti vera 4X fleiri en þeir íslensku. Það eitt gerir mig nægilega reiða til að mér er ómögulegt að sitja heima.
Ég hvet ykkur til að mæta á Austurvöll á morgun kl 15.00
Ég verð þar.
Viðbót 1. nóv: Lára Hanna skrifar stórfínan hvatningarpistil, sjá hér.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.11.2008 kl. 08:29 | Facebook
Athugasemdir
er því miður að vinna en mætti síðast
Hólmdís Hjartardóttir, 31.10.2008 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.