Krikja og skóli

Dýrmætur er réttur trúaðra að fá að rækta sína trú. Sá réttur má þó aldrei verða rétti þeirra sem aðhyllast önnur trúarbrögð eða standa utan trúfélaga sterkari.

Seinustu ár hefur þjóðkirkjan sótt stíft inn í leikskóla og grunnskóla. Bænahald þykir víða sjálfsagður partur í almennri kennslustund grunnskóla, kirkjuheimsóknir í desember hafa verið óvalkvæðar og sóknarprestar hafa fengið leyfi skólayfirvalda til að koma í kennslustund hjá fermingarárgangi í þeim tilgangi að útdeila viðtalstímum vegna fermingar.

Er það réttlætanlegt að skikka grunnskólabarn utan trúfélaga til að spenna greipar og fara með bænir án þess að hugur fylgi máli?

Er það réttlætanlegt að börnum af öðrum trúfélögum og utan trúfélaga sé ekki boðið upp á val þegar farið er til kirkju í jólamánuði?

Er það réttlætanlegt að börnum utan þjóðkirkju sé ítrekað boðinn viðtalstími við sóknarprest vegna fermingarundirbúnings? Þrátt fyrir að hafa neitað kurteislega.

Ofangreint og margt fleira ástundar þjóðkirkjan í krafti stærðar sinnar.

Á kirkjuþingi unga fólksins sem haldið var föstudaginn 24. október var hvatt "til að efla boðun kirkjunnar í framhaldsskólum, með vísan til mikilvægis þess að sjónarmið kirkju og trúar þyrftu einnig að heyrast þar".

Næsti markhópur kirkjunnar eru framhaldsskólarnir. Þar eru börnin orðin eldri og eiga auðveldara með að skera sig úr hópnum og því finnst mér það reyndar bærilegri tilhugsun en aðkoma kirkjunnar á yngri stigum. Það breytir því þó ekki að það er algerlega óviðunandi að kirkjan sæki markvisst inn í opinberar stofnanir á þennan hátt.

Ég er hrædd um að okkur þætti einkennilegt ef kirkjan myndi á sama hátt sækja að starfsfólki þessara stofnana og jafnvel standa fyrir bænahaldi í matartímum.

Frelsi til að stunda trú á ekkert skylt við frelsi til að boða trú og í krafti stærðar að virða ekki rétt annarra til að ástunda aðra trú eða standa utan trúfélaga. Þjóðkirkjan verður að virða rétt þessara hópa til að hafna trúboði hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Trúfélög eiga ekkert erindi með að ganga á börn í skólum né á öðrum opinberum vettvangi. Trúfélög verða að vera passív og "leyfa börnunum að koma til sín" ef þau hafa áhuga á að fræðast um það trúfélag yfir höfuð.

Jakob (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 23:39

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Nákvæmlega Jakob.

Erna Bjarnadóttir, 29.10.2008 kl. 08:28

3 identicon

Inntakið í kristinni trú er boðun hennar. Jesú boðaði trú, lærisveinar hans boðuðu trú og arfleifð Jesú er að fara út og boða fangaðarerindið. Því er afskaplega erfitt fyrir þá trúuðu að sleppa boðun hennar því skylda trúaðs manns og konu er að boða trúna.

Er ekki að segja að ég sé þessu sammála en þetta er mikilvægur punktur. Leggjum áherslu á að þeir sem trúa megi iðka sinni trú en jafnframt er trúboðið hluti af því að iðka trúna...bömmer!!

Bylgja (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 10:57

4 Smámynd: Mofi

Ég er á því að engar kirkjur eiga að vera eitthvað að vesenast á leikskólum eða grunnskólum.  Ef að aðkoman í framhaldskólum væri eitthvað eins og fyrirlestrar sem krakkar gætu valið að kíkja á ef þeir hefðu áhuga þá sé ég ekkert að því.  Þetta verður bara að vera val og engin þvingun og aðeins við krakka sem hafa þroska til að velja eða hafna. 

Mofi, 29.10.2008 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband