"Þú veist hver"

Það hefur ekki tíðkast á Íslandi að stjórnmálamenn eða embættismenn segi af sér störfum þó þeir verði uppvísir af mistökum eða misbeitingu valds. Í fljótu bragði man ég þó eftir tveimur tilvikum:

  1. Guðmundur Árni Stefánsson sagði af sér sem heilbrigðisráðherra. Ef ég man rétt var það vegna þess að hann hafði útvegað ættingja í starf.
  2. Þórólfur Árnason sagði af sér sem borgarstjóri vegna þess að hann varð uppvís af því að hafa tekið þátt í eða a.m.k. vitað af samráði olíufélaganna.

Báðir eru í mínum huga menn að meiri fyrir þetta. Hvoru tveggja bliknar hjá glappaskotum "þú veist hvern ég meina" í ónefndum seðlabanka.

Hér eru talin örfá mistök:

  1. "Þú veist hver" lét í það skína í sjónvarpsviðtali að við myndum ekki borga erlendar skuldir okkar og kallaði með því yfir okkur milliríkjadeilu
  2. "Þú veist hver" upplýsti  í sjónvarpsviðtali um lánskjör til Kaupþings.
  3. "Þú veist hver"  tilkynnti um lán frá Rússum sem ekki var frágengið og er almennt talinn hafa klúðrað að minnta kosti góðum kjörum og skaðað lántökuferilinn.
  4. "Þú veist hver" skilgreindi ekki til hvers lán sem sótt var um til Seðlabanka Bandaríkjanna, átti að fara og fékkst það lán ekki.
  5. Ég vek athygli á orðum Jóns Baldvins Hannibalssonar í Silfri Egils sl. sunnudag um að "Þú veist hver" sé að þvælast fyrir á strandstað.

Hér eru ótalin fyrri hagstjórnarmistök "Þú veist hvers" sem seðlabankastjóri og einnig sú staðreynd að  hann var áður æðsti ráðamaður þjóðarinnar og á þar röð mistaka sem hafa leitt okkur á þann stað sem við erum nú. Einnig sú óheppilega staða að viðkomandi er fyrrverandi stjórnmálamaður án menntunar í hagfræði. 

Fyrir hönd okkar allra hefur "Þú veist hver" orðið að alþjóðlegu athlægi. Á viðskiptavef visir.is fyrr í þessum mánuði er frétt með fyrirsögninni: "Hæðst að seðlabankastjóra á erlendum viðskiptavef".  Ég hvet ykkur til að skoða þetta.

Ég frétti hjá vinkonu minni í dag að í Afríkuríkinu Túnis sé Ísland, Seðlabankastjórinn og ríkisstjórn þessa lands aðalumræðuefnið. Vinkona mín á fjölskyldu þarna og gengur umræðan út á að hér séu valdhafar gerspilltir og hér sé eitthvað mikið að hjá valdhöfum.

Á Íslandi eru enn raddir sem segja að við sem andæfum þessum vinnubrögðum ástundum einelti gagnvart "Þú veist hver". Það getur ekki flokkast undir einelti af hálfu borgaranna að fara fram á að valdhafi sem hefur orðið uppvís að glappaskotum sem talin eru hér að ofan segi af sér. Slíkt er eðlileg krafa í lýðræðisríki.

Í ríkjum þar sem spilling ríkir eru slíkar kröfur hundsaðar.

Í hverslags ríki búum við?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

  Sammála öllu er kemur fram í pistli þínum.   Samfylkingin veruður að fara hisja upp um sig buxurnar, og koma óhæfum embættismönnum út úr stjórnkerfinu.  Kannski var fyrsta vísbendingin í þessa átt að Ríkisstjórnin þorði ekki að ráða´Árna Dýra í stöðu forstjóra Landsvirkjunnar. Eins og var búið að lofa honum

haraldurhar, 21.10.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband