Allt svo mikið SAMAN á félagslegum grunni

Þessa dagana  er mikið talað um nýjar áherslur, við eigum að:

  • fara svo mikið SAMAN í gegnum þá erfiðleika sem framundan eru
  • leysa öll vandamálin á félagslegum grunni
  • sýna samstöðu
  • taka slátur
  • vera nýtin
  • vera fyrirhyggjusöm
  • smyrja nesti

Og svo framvegis.

Ég er alveg til í að vera sammála þessu og taka þátt í þessu hugarfari og þessum nýja sparneytna lífstíl. Þetta er nefnilega það hugarfar og sá lífsstíll sem ég hef talið farsælastan og reynt að tileinka mér.

EN.....................

Ég er tortryggin sál, hvaða tryggingu hef ég fyrir því að gróðapungarnir hafi ekki breytt sér í hrægamma og nýti sér rústir bankanna og mögulega brátt fleiri fyrirtækja til að skara eld að sinni köku? Einmitt meðan okkur sauðsvörtum almenningi er sagt að nú séu breyttir tímar og nú skuli allt gert svo mikið SAMAN.´

Oft var þörf fyrir sterka og gagnrýna fjölmiðla en aldrei sem nú. Við megum ekki sofna á verðinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Einmitt maður þorir ekki að trúa eða treysta neinu í dag

Solla Guðjóns, 12.10.2008 kl. 22:47

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Mér verður flökurt af að hlusta á forkólfa frjálshyggjunar biðla svona til okkar.

Erna Bjarnadóttir, 13.10.2008 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband