Krónan og raunveruleg verðmæti

Ég hef aldrei átt hlutabréf, mér hefur einhvern vegin þótt það áhættusamt. Minn sparnaður hefur ætíð verið í krónum á bankabók.

Í dag gerði ég mér grein fyrir því að það er verulega áhættusamt að geyma spariféð sitt í þessum krónum. Raunverulegt verðmæti krónunnar er að þurrkast upp. Það er verulega áhættusamt að eiga þennan gjaldmiðil og geyma þó ekki sé nema fermingapeninga unglingsins í þessum gjaldmiðli. Hann er ekki pappírsins virði fyrir utan landsteinana.

Nú er komið að því að launþegar landsins krefjist þess að fá launin sín uppgerð í raunverulegum verðmætum en ekki verðlausum gjaldmiðli. Þessi raunverulegu verðmæti hljóta þá að tengjast starfssemi á vinnustaðnum.

Hm, ég vinn í Blóðbankanum.................!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Færðu þá ekki bara borgað í blóði ?

Þú ert heppinn "banka"starfsmaður, þér verður ekki sagt upp

Ég vinn á leigubílastöð, fæ ég þá borgað í bílum ?

Ragnheiður , 1.10.2008 kl. 18:06

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Ertu að leggja til að við tökum upp vöruskipti.... hmmmmmmm

Erna Bjarnadóttir, 1.10.2008 kl. 20:20

3 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

tja, vörur sem flokkast undir raunveruleg verðmæti. Treystir einhver sér til að segja að krónan sé raunveruleg verðmæti?

Bara spyr.

Kristjana Bjarnadóttir, 1.10.2008 kl. 21:03

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Eins og er, vinn ég hálfan daginn í grænmetistorgi og hálfan daginn í banka.

Ætti ég þá að biðja um kál og krónur ?  Það hljómar ekkert sérstaklega vel. 

Þó skárra en hjá þér Kristjana. 

Anna Einarsdóttir, 1.10.2008 kl. 23:37

5 identicon

ég ætla að fara að safna gulli og ætla hér eftir að kaupa gull fyrir þær aukakrónur/evrur sem ég eignast. Flott að eiga nokkrar stangir núna

Bylgja (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 21:42

6 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Anna, kálið er raunveruleg verðmæti, þú sveltur a.m.k. ekki meðan þú færð útborgað í því.

Kristjana Bjarnadóttir, 2.10.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband