Hver leyfði íslensku hagkerfi að éta fíl?

Það er svo margt sem ég ekki skil................

Ég hef skilið mitt hlutverk sem foreldri þannig að ég eigi að setja börnum mínum reglur og gæta þess að eftir þeim sé farið. Einnig að passa að þau fari sér ekki að voða og geri ekki óskynsamlega hluti.

Ég tel að hlutverk stjórnvalda í samfélögum gagnvart þegnunum sé áþekkt foreldrahlutverkinu. Setja reglur í samfélaginu, gæta þess að eftir þeim sé farið og gæta þess að samfélagið skaði ekki sjálft sig með óskynsamlegum ákvörðunum.

Hvernig gátu stjórnvöld undanfarinna ára leyft íslensku hagkerfi að éta fíl?

Þessi samlíking er komin úr viðtali við Tryggva Herbertsson sérlegan fjármálaráðgjafa forsætisráðherra í Kastljósinu í gærkvöld. Í sömu setningu sagði Tryggvi að íslenska hagkerfið hefði verið byggt fyrir mun minni bita.

Á sama tíma var bindiskylda bankanna hjá Seðlabankanum lækkuð, fyrirtækjum og húseigendum gert kleyft að veðsetja sig meira en áður, vextir hér hærri en í löndunum í kringum okkur þannig að áhættusæknir erlendir fjárfestar hömstruðu svokölluð jöklabréf. Á sama tíma voru miklar virkjana og álversframkvæmdir.

Þetta kallar Tryggvi að við höfum étið fíl án þess að ráða við það.

En ég bara spyr: Hvað voru stjórnvöld á þessum tíma að hugsa? Þeirra aðgerðir voru allar í þá átt að hvetja til þessa fílsáts.

Sauðsvartur almenningur veit ekki einu sinni hvað þessi orð þýða: Bindiskylda, áhættustuðull, jöklabréf............

Ég hef hins vegar velt því fyrir mér hvaða áhrif þetta muni hafa á pólitískt landslag í framtíðinni. Frjálshyggjan hefur boðað sem minnst afskipti af markaði. Það þýðir að öllum á að vera frjálst að taka þá áhættu sem viðkomandi vill á hverjum tíma, á því skulu vera sem minnstar hömlur og afskipti ríkisins að vera sem minnst. Er mögulegt að afleiðing þessa fílsáts okkar verði að almenningur kalli eftir meiri hömlum og afskiptum stjórnvalda? Já og einnig meira eftirliti?

Ég tel að ekki veiti af, ekki hef ég löngun til að borga fyrir fílaát gróðafíkla.

Annars hef ég verið að reyna að bæta orðaforða minn eins og sést hér að ofan, þ.e. bindiskylda, áhættustuðull, jöklabréf o.fl. Ég rakst nefnilega á bloggfærslur frá því í vor þar sem þetta er útskýrt á mannamáli. Ég hvet áhugasama til að skoða þetta hér og hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er svo innilega sammála þér. Hins vegar fannst mér Tryggvi skýra þessa hluti vel og tala "einfalt" mál

Læt fylgja með uppskrift að góðri Fílakássu

Fílakássa

1 meðalstór fíll (loxodontus Africana)
20 pokar af salti
500 kg piparkorn
750 sekkir kartöflur
125 pokar gulrætur
2000 knippi af ferskri steinselju
1 kanína

1. Skerið fílinn í mátulega stóra bita. Tekur u.þ.b. 6 vikur.
2. Skerið grænmetið í bita (tekur aðrar 4 vikur)
3. Setjið kjötið í stóran mannætupott og hellið 5000 og ½ lítra af vatni yfir. Komið upp suðu og sjóðið í 28 daga
4. Skóflið í saltinu og piparnum (gott að nota vélskóflu). Smakkið til
5. Þegar kjötið er orðið meyrt á að bæta í grænmetinu.
6. Sjóðið við vægan hita í eina viku til viðbótar og með steinseljunni rétt áður en kássan er borin fram. Ætti að metta um það bil 3000 manns.
7. Ef von er að fleira fólki er hægt að drýgja kássuna töluvert með því að bæta kanínunni við.

Bylgja Valtýsdóttir (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 11:44

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Það er augljóst að stjórnvöld leyfðu umrætt fílaát með þeim afleiðingu að hagkerfinu er núna illa bumbult. Augljóst er að ef þjóðinni fjölgar á komandi mánuðum verður einungis bætt kanínum út í kássuna til að metta fleiri munna.

P.s. svo er það þetta með klífa - kleift (ekki kleyft)

Erna Bjarnadóttir, 18.9.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband