15.9.2008 | 21:22
Ferð um gömlu Sovét - 1. Kafli
Sumarið 1988 fór ég ásamt Sigrúnu Völu vinkonu minni í ferð um Sovétríkin fyrrverandi. Ferðina fórum við með erlendri ferðaskrifstofu í gegnum ferðaskrifstofu stúdenta. Við heimsóttum 4 borgir, Leningrad, Kiev, Odessa og Moskvu. Til að komast inn í landið þurftum við með nokkurra vikna fyrirvara að sækja um visa hjá sovéska sendiráðinu og passa upp á það eins og lög gera ráð fyrir. Ferðin hófst á Kastrupflugvelli í Kaupmannahöfn þar sem við hittum fararstjórann sem var hollenskur að mig minnir og ferðafélagana sem voru frá mörgum löndum, margir bandarískir.
Sigrún var í vinnu í Noregi þetta sumar en ég átti bókaðan miða til Kaupmannahafnar degi fyrir Rússlandsferðina og ætlaði Sigrún að taka á móti mér á Kastrup. Ég ætlaði að vera með alla hennar pappíra, farseðil og visa.
Daginn fyrir ferðina fór ég í bæinn og keypti mér þægilega skó til að vera í á ferðalaginu. Þegar ég svo var að pakka niður um kvöldið tók ég skóna upp úr kassanum og skoðaði. Þeir reyndust vera báðir á vinstri fót.
Síðan hef ég sagt: "Ef þið kaupið skópar þar sem báðir skórnir reynast vera á vinstri fót þá..........VARÚÐ!"
Framhald síðar, hér er 2. kafli.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Gamlar sögur | Breytt 25.9.2008 kl. 19:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.