Fjárheimta

Um helgina tók ég þátt í fjárheimtuaðgerðum. Eggert skólabróðir minn á Hofstöðum er fjárhaldsmaður og þurfti að heimta sitt fé af fjalli. Sér til aðstoðar fær hann nokkra núverandi og fyrrverandi sveitunga og vini.

Þetta er fyrir mér orðin árlegur viðburður og skemmti ég mér alltaf konunglega. Hvernig er annað hægt, ég hef gaman af gönguferðum og ratleikjum og smalamennskur er ekkert nema risastór ratleikur. Í þessum ratleik má nota síma og eru sum símtölin æði skondin. "Hæ, farðu aðeins til baka, það er rolla á bak við holtið sem er á milli okkar". Ég er með í símanum mínum símanúmer hjá fólki sem ég hitti bara þennan eina dag á ári. Þetta eru samt mjög nytsamleg símanúmer.

Fjárheimtusvæðið er fallegt. Leyfi ykkur að njóta nokkurra mynda sem ég tók:

002

Vatnafell, liggur á milli Hraunsfjarðarvatns og Baulárvallavatns. Það er syðri endi Hraunsfjarðarvatns sem sést hér.

004

Hraunsfjarðarvatn. Horn fyrir miðri mynd, Vatnafell til hægri.

007

 Baulárvallavatn. Vatnafellið fyrir miðri mynd. Bjarnarhafnarfjall á bakvið það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband