Leyndardómar Snæfellsness

Á okkar fallega landi leynast fjölmargir undurfallegir staðir sem ferðamenn almennt vita ekki af. Jafnvel fólk sem alist hefur upp í næsta nágrenni veit ekki af þessum stöðum. Perlurnar okkar leynast víða og það finnst mér afskaplega heillandi. Ein af þessum perlum er Kothraunsgil á Snæfellsnesi. Þangað fór ég með nokkrum frændum og frænkum í sumar.

047

Gilið lætur ekki mikið yfir sér en ef maður fylgir farveginum þá skiptist hann fljótlega í 2 greinar. Við skoðuðum báðar greinarnar en annar farvegurinn var alveg þurr.

032

Þessi þurri farvegur myndaði eins konar göngu eða hlaupastíg í hörðu móberginu. Hægt var að fylgja þessum "stíg" nokkuð hátt upp.

033

Lækur rann í hinum farveginum og var hann sleipur og því mun erfiðara að fóta sig í honum.

Við eigum fjölmargar perlur sem þessar og í hvert skipti sem ég kannar eina slíka þá átta ég mig á hversu mikið af landinu ég á eftir að skoða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Ja það kemst nú enginn einn yfir að skoða allt Ísland og aðrir fara hundrað sinnum yfir Kjöl og sjá alltaf eitthvað nýtt.

Erna Bjarnadóttir, 2.9.2008 kl. 14:22

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Kothraunsgil ?  Er þetta við Selvallavatn eða í Hraunsfirði eða hvað ?

Mjög flott !

Anna Einarsdóttir, 2.9.2008 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband