28.8.2008 | 22:21
Fréttir vikunnar (og það er bara fimmtudagur)
14,5% verðbólga
Mannekla á frístundaheimilum
Ljósmæður fá ekki menntun sína metna
Hópuppsagnir hjá Ístak og Pósthúsinu
Já það er þröngt í búi hjá smáfuglunum þessa dagana. Við skyldum ætla að stjórnvöld gæfu okkur gott fordæmi. En nei á þessum sama tíma gefa stjórnvöld okkur eftirfarandi skilaboð:
Samgöngunefnd Alþingis gistir á Hóteli á höfuðborgarsvæðinu
Menntamálaráðherra, maki og ráðuneytisstjóri ferðast eins og jójó til Kína
Forgangsröðunin greinilega á hreinu.
Og við gleymum okkur í tilfinningahitanum við að horfa á sjónvarpið þar sem hægt er að sjá beina útsendingu af flugvél fljúga yfir Reykjavík. Bara af því að handboltalandslið er innanborðs þá er þetta sjónvarpsefni. Myndavélin staðsett ýmist á húsi héraðsdóms (eða var það hæstiréttur?) eða Hallgrímskirkju.
Æi, hvert stefnum við.
Mér finnst eins og fjölmiðlar og stjórnvöld geri lítið úr almenningi, daglega.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:36 | Facebook
Athugasemdir
Góður pistill. Innilega sammála!
Lára Hanna Einarsdóttir, 29.8.2008 kl. 00:04
Ferðast eins og jójó. Skemmtilega orðað.
Sammála pistli.
Anna Einarsdóttir, 29.8.2008 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.