7.3.2008 | 20:15
Að axla ábyrgð
"Að axla ábyrgð". Ég hef verið að velta fyrir mér þessu hugtaki. Hvað þýðir það að segjast axla ábyrgð? Er nóg að segja "þetta er mér að kenna" og málið síðan dautt?
Mikið hefur verið talað um hver ber ábyrgð á REI málinu, einhvern veginn hefur það mál týnst. Vilhjálmur telur sig hafa axla sína ábyrgð með því að hafa misst meirihlutann í haust og þar með borgarstjórastólinn. Hm, er það að axla ábyrgð?
Nýjast er umfjöllun um kostnað umfram áætlanir við byggingu stúku í Laugardal. Þar hefur stigið fram á sjónarsviðið Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og segist hann axla ábyrgð (sjá hér). Gott mál, ábyrgur maður.
En hvað svo? Ætlar hann að borga? Ætlar hann að stíga úr sínu formannssæti?
Geir var ekki einu sinni formaður KSÍ á þessum tíma, það var Eggert Magnússon.
Spurningin er: Hvað þýðir það "að axla ábyrgð", hvaða þýðingu hefur það í raun á Íslandi í dag?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það vill enginn taka á sig ábyrgð, það er málið. Hér er landlægur sjúkdómur sem heitir Ábyrgðarleysi.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 8.3.2008 kl. 13:54
Já það er alveg furðulegt hvernig ábyrgð er túlkuð svona yfirleytt. Hver var annars formaður byggingarnefndar? Var það formaður KSÍ? Einhvernveginn finnst mér að ábyrgðin hljóti að liggja þar. Það virðis sem fólk sé upptekið við eitthvað allt annað en að sinna því sem það er ráðið til.
Annar er Þórólfur Árnason sá eini, allavega í seinni tíð, sem hefur axlað ábyrgð. Í mínum huga er hann meiri maður og hefur enn vaxið í áliti eftur allt sem á hefur gengið hjá Reykjavíkurborg í vetur.
Ásdís (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.