Kennsla í líffræði fyrir sveitabörn

Við vorum í líffræði hjá Sveini. Sveinn var ekki minni sveitamaður en við, einn af þessum orginölum, alinn upp langt norður á Ströndum í sterkum tengslum við náttúruna.

Námsefni dagsins var þroskun lífvera, innlag, miðlag og útlag. Við áttum að læra að líffærin væru inni í holi líkamans. Okkur fannst þetta eitthvað skrýtið og flókið með þroskun lífveranna og hvernig myndun eins konar holrúms inni í okkur gæti átt sér stað.

Sveinn stundi yfir skilningsleysi okkar.

"Þegar þið eruð að hjálpa til við sláturstörf, það er verið að taka innanúr, hvað er svo sagt við ykkur?"

Við horfðum tómum augum á kennarann.

"Jú, réttið mér hnífinn, það er sagt við ykkur þegar þarf að skera þindina".

Það sem Sveinn hafði ekki reiknað með var að vegna mikilla niðurgreiðsla á landbúnaðarvörum á þessum tíma var lítið um heimaslátrun, þetta var því reynsluheimur sem sveitabörn á þessum tíma fóru að einhverju leyti á mis við. Okkur skorti þann grunn sem Sveinn gerði ráð fyrir að við hefðum til að skilja fræðin sem hann var að kenna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Innlag, miðlag og útlag ?     Ekki man ég neitt eftir þessari kennslustund. 

Kannski var það einmitt þarna sem ég sofnaði í tíma hjá Sveini    og vaknaði með andfælum við sterka rödd hans;  "Góðan daginn" 

Ég skammast mín enn fyrir viðbrögð mín,  því eins og hálfsofandi álfur, hrópaði ég upp yfir bekkinn;  HALLÓ !!!   

Anna Einarsdóttir, 9.3.2008 kl. 18:27

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Fegin er ég að hafa ekki vitað þetta

Erna Bjarnadóttir, 11.3.2008 kl. 09:23

3 identicon

Sæl Laufey, þar sem ég rakst á bloggið þitt þar sem ég var að leita að mynd af Laugagerðisskóla þá sá ég að þú hefur verið að skrifa smávegis um vistina þarna. Mig langar að benda þér á það sem ég var skrifa á netsíðuna mína, þ.e.a.s mínar minningar tengdum þessum skóla. Ég sé reyndar að þér hefur liðið ágætlega við þessar aðstæður en það sama á ekki við alla eins og þú réttilega nefnir. Kv Jónína  http://www.viskaoggledi.is/bref/heimavistinn.htm

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 15:38

4 identicon

Ég sé að matseðilinn hefur ekkert breyst eftir að ég fór þaðan  "HROSS OG AFTUR HROSS"  ótrúlegt

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 15:55

5 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Sæl Jónína, þú hefur aðeins vixlað nöfnum, ég er Kristjana, systir mín heitir Laufey, einnig amma mín sem þú líklega manst eftir þar sem þú ert úr Helgafellssveitinni.

Kærar þakkir fyrir þínar athugasemdir. Ég gluggaði aðeins í síðuna og sá þar margar áhugaverðar minningar, að mörgu leyti sameiginlegar mínum. Á eftir að skoða síðuna betur.

Eins og þú nefnir þá var tilfinningahlið nemenda lítt sinnt á þessum árum. Ég hef grun um að það hafi átt við um fleiri skóla á þessum tíma, en þar sem þarna var um að ræða heimavistarskóla þá getur slíkt haft mun alvarlegri afleiðingar til lengri tíma.

Kristjana Bjarnadóttir, 11.3.2008 kl. 17:01

6 identicon

Já fyrirgefðu, ég er góð að kalla þig Laufeyju, hef sennilega verið með systur þína í huga. Ekki alveg tengt svo langt að ég hafi talað um ömmu þína. En já ég þekkti ömmu þína vel.  Það er líka gaman að lesa þína síðu með allar fyndnu uppákomurnar sem voru auðvitað oft alveg stórkostlegar. Eins og þetta með leikfimisalinn og kollhnísana.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband