Gagnkvæmar myndir

Nýlega birti ég myndir úr göngu sem ég fór sl. vor á Hrútfellstinda. Í þessari ferð hittum við Þorvald Þórsson sem vann það frækilega afrek á seinasta ári að ganga á íslenska tinda yfir 1400m. Þegar ég var að fletta þessum myndum hjá mér mundi ég að ég hafði alltaf ætlað að grafa upp netfang Þorvaldar og senda honum mynd sem ég tók af honum og félaga hans. Þetta gerði ég loksins nú nýlega. Þorvaldur var svo vinalegur að hann sendi mér til baka frábærar myndir af okkur í sömu ferð. Það sem gerir þessar myndir einstaklega skemmtilegar er að þær eru teknar á sama augnabliki.

Þessa mynd tók Þorvaldur af félaga sínum þegar hann er rétt að komast upp á einn Hrútfjallstindinn. Þessi tindur er líklega næsthæstur Hrútfjallstinda en minn gönguhópur sleppti því að ganga á hann. Ef vel er að gáð sést gönguhópur í halarófu klifra hnjúk bak við manninn, aðeins til vinstri. Það er hópurinn minn.

Þessa mynd tók ég á sama augnabliki og Þorvaldur tók sína mynd. Það er ég viss um þar sem það sést á þessari mynd hvar seinni maðurinn er við það að komast upp brúnina.

 

Þessa mynd tók Þorvaldur og hér sést hópurinn minn betur en á fyrstu myndinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru flottar myndir Kristjana, mikið hafið þið verið heppin með veður. Ég þarf hinsvegar bráðum að fá mér ný gleraugu því mér tókst ómögulega að koma auga á hópinn þinn á fyrstu myndinni. Hann er þó vel greinilegur á þriðju myndinni:)

Ásdís (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 19:43

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Frábærar myndir!   Og ég tek ofan fyrir fólki sem hefur gaman að því að ganga í snjó og ófærð og klífa fjöll

Margrét St Hafsteinsdóttir, 5.3.2008 kl. 16:17

3 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Já flottar myndir.........en ég ætla í hestaferð í vor

Erna Bjarnadóttir, 6.3.2008 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband