Mötuneytisfiskur

Mötuneyti Laugagerðisskóla á áttunda áratug seinustu aldar: 

Það var fiskur a.m.k. 2var í viku. Fiskur með hamsatólg og kartöflum. Kartöflurnar voru alltaf afhýddar fyrst og síðan soðnar. Þær voru teknar úr pottinum og bornar á borðið, löngu áður en okkur var hleypt í matsalinn. Líka hamsatólgin. Fiskurinn var borinn inn seinast, bara rétt áður en það var opnað fyrir okkur. Það var ekki búið að finna upp grænmeti á þessum árum.

Við streymdum inn í eins ólögulegri röð og við komumst upp með. Settumst og fengum okkur á diskana. Kartöflur og fisk. Hamsatólgin var aðeins farin að hvítna. Við fengum okkur engu að síður af henni og hvít skán myndaðist yfir allan fiskinn.

Þetta fór nú samt upp í okkur, hamsatólgin klesstist við góminn. Við hörkuðum af okkur því ofan í sum okkar hafði farið lítið af morgunmat. Eitthvað af fiskinum komst alla leið. Sjaldan mikið. Skrítið hvað þessi sveitabörn voru lítið fyrir fisk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

 hahahaha...... hver fann upp grænmetið ?

Anna Einarsdóttir, 21.2.2008 kl. 19:59

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Hamsatólgina segðu

Solla Guðjóns, 21.2.2008 kl. 20:20

3 identicon

Meira að segja við sem vorum úr sjávarbyggðum sveitarinnar áttum erfitt með að kyngja þessu. #((&%ýsan var alltaf ofsoðin (dauðasök í matreiðslu sjávarfangs) svo hún reyndist þurr og trosnuð undir tönn. Það þurfti nú enga sérfræðinga til að átta sig á að svona er ekki gott að matreiða fisk. Oh, og hamsatólgin, alveg man ég eftir þessu. Var ekki Vals-tómatsósa líka?

Ásdís (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 21:47

4 identicon

Ég tel nú að þekking á eldun fisks í Laugargerði á þessum árum hafi nú bara endurspeglað visku landans. Eins heima hjá okkur sem og þarna, annað hvort soðinn með hömsum og rúgbrauði eða steiktur í raspi, eldun alltaf aðeins of mikil. grænmeti var árstíðabundið og ekkert um innflutning, helgaðist af uppskeru sumarsins. Hrísgrjón voru bara til hvít og bara með kjöti í karrí eða í graut. En ég er sammála með tólgina hún hefði mátt vera heitari en mér hefur alltaf verið sama um hita á kartöflum. En alltaf hefur mér þótt góð soðning, var með þennan ágæta mat hér í gærkvöldi fjölskyldumeðlimum til mikillar ánægju. Fljóteldað, hollt og gott.  Ég smakkaði annars Vals tómatsósu í haust, önnur tómatsósa var ekki til í Stykkishólms Bónus. Mikið óskaplega fannst okkur hún vond. Hún fékk að fjúka.

Bryndís (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 09:32

5 identicon

Jú, það var Vals tómatsósa með!  Ég veit enn ekkert eins ógeðslegt og Vals tómatsósu síðan þá.

Ýsan var líka þverskorin. Hvernig áttu litlir krakkar að hreinsa fiskinn og ná að borða matinn meðan hann var enn heitur?  Ekki hægt!

(Hrollur)

Kveðja, Þorbjörg.

Þorbjörg (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband