Úr myndaalbúminu - Hrútfjallstindar

Hrútfjallstindar eru í sunnanverðum Vatnajökli, rétt ofan við Svínafell. Þetta eru 3 megin tindar og er sá hæsti tæpir 1900 m. Í apríllok á seinasta ári fór ég með nokkrum félögum mínum úr Trimmklúbbi Seltjarnarness í göngu á þessa tinda. Í svona ferðum rennir maður nokkuð blint í sjóinn með veður og skyggni. Þegar við lögðum af stað þennan morgun var þoka langt niður í miðjar hlíðar en síðan birti heldur betur upp og uppskárum við að þessu sinni ríkulega laun erfiðisins. Mig langar að deila uppskerunni með ykkur.

Þessi mynd er tekin úr Skaftafelli daginn eftir en þarna sjást tindarnir nokkuð vel. Fyrir miðri mynd aðeins til hægri sjást 2 gil en á milli þeirra er uppgönguleið á hrygginn sem tekur við þar fyrir ofan.

Þarna erum við komin upp á hrygginn, sólin farin að skína og lífið tóm hamingja. Nú tekur við erfiður partur af göngunni en það er að við þurftum að lækka okkur aftur töluvert og hækka síðan aftur. Það þýðir að heildarhækkun í göngunni varð mun meiri en þessir 1900m sem hæsti tindurinn er. Þess vegna er þessi ganga jafnvel erfiðari en Hvannadalshnjúkur.

null

Þetta er einn af tindunum, líklega sá næsthæsti. Ef vel er að gáð þá sjáið þið menn á toppnum. Það er Þorvaldur Þórsson sem vann það frækilega afrek á seinasta ári að ganga á alla íslenska tinda yfir 1400m, þeir reyndust vera í kringum 100. Þorvaldur var þarna á ferð sama dag og við. Til vinstri við tindinn sést sjálfur Hvannadalshnjúkur.

 

Hér sjást þeir kappar betur. Þorvaldur var þarna með 2 öðrum göngumönnum því í svona göngu á jökli er óðs manns æði að vera einn á ferð, menn verða að vera í línu því þarna eru sprungur. Við vorum að sjálfsögðu í línu og einn fór í tvígang ofan í sprungu.

Hér er kerlingin með frumburðinn á toppnum.

Nú erum við farin að huga að næstu ferð. Að þessu sinni stefnum við á Þverártindsegg í Kálfafellsdal í Suðursveit.

Til að komast það verð ég að stunda ræktina, enga leti. Ég skal alveg viðurkenna að ef ég hefði ekki eitthvað svona til að stefna að myndi ég ekki halda mér eins vel við efnið. Þetta er liður í peppinu, skoða myndir og láta sig langa aftur, nógu mikið til að puða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Vá hvað þú ert dugleg Kristjana.    Ég er bara stolt af þér.  Mitt eina afrek, fyrir utan að ganga á Grábrók   ......... er að hafa arkað á Hafnarfjallið árið 2006.  Það var þó ekkert mál, eftir að fyrstu 100 metrarnir voru að baki.

Anna Einarsdóttir, 22.2.2008 kl. 20:16

2 identicon

Máááég koma með? Ég lofa að vera góð og baka útliegusúkkulaðibráníu. Var að senda þér tölvupóstu um gönguskíðin...

Ásdís (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 20:50

3 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Anna, þetta er bara grái fiðringurinn sem kemur svona út. Hræðslan við að verða gömul og löngunin til að ríghalda í að geta allt! Svo var ég soddan klunni sem krakki og unglingur, fékk þá dillu að lífið væri bara upp á við  í skemmtun og líkamlegu ástandi, hversu lengi það varir er svo allt annað mál.

Ásdís, TKS er galopinn félagsskapur, vertu velkomin. Það er ekki spurt um lögheimli.

Kristjana Bjarnadóttir, 23.2.2008 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband