12.2.2008 | 20:50
Miðaldra með skaðað skott
Ég verð 44 ára eftir rúman mánuð, það er ekkert leyndarmál. Meðallífsslíkur íslenskra kvenna eru einhver rúm 80 ár. Flokkast þessi aldur minn því ekki undir að vera miðaldra?
Ég vil leggja mjög svo jákvæða túlkun í þetta. Þetta hlýtur að þýða að ég sé á miðjum aldri, jafnframt að ég sé á eins konar hátindi, geti nánast allt .
Því var það í skíðaferð fjölskyldunnar nú um jól og áramót að ég fékk þá hugmynd að ég gæti rennt mér á bretti. Þarna sigldi kerlingin um barnabrekkuna á eldrauðu Billabong bretti, með einkakennara. Það var að sjálfsögðu einkasonurinn sem hafði fulla trú á að ég gæti þetta en sýndi mér heldur enga miskunn þar sem ég kútveltist með þetta drasl bundið um lappirnar.
Svo jókst mér kjarkur og ég fór hraðar ........ og datt........ á afturendann. Þvílíkur sársauki læddist um afturendann. Sonurinn var hughreystandi: "Stattu bara strax upp og haltu áfram, annars gætirðu bara orðið hrædd". Það gat ég náttúrulega ekki hugsað mér. Upp stóð ég og hélt náminu samviskusamlega áfram. Hugsaði ekkert um afturendann, hafði um mikilvægari verkefni að hugsa.
Svo bara gleymdi ég þessu. Þangað til á leiðinni heim. Fimm klukkutíma seta í flugvél (eftir 4 klst rútuferð) var meira en botninn þoldi. Líklega hef ég skaddað á mér rófubeinið.
Nú er einn og hálfur mánuður liðinn, ég þoli enn illa setur á óbólstruðum stólum.
Ég er enn að að drepast í skottinu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Kristjana með skaðað skott
skákar reglum settum.
Virðist bæði vont og gott
að veltast um á brettum.
Sæmundur Bjarnason, 12.2.2008 kl. 21:57
Já Kristjana þetta var bara flott hjá þér. Skítt með bossann. Annars rakst ég á þessa skemmtilegu grein þegar ég var að leita að gönguskíðum á netinu:
http://backcountryblog.blogspot.com/2008/02/jeremy-jones-origins-of-snowboarding.html
Þú hefur kannski ekki verið á rétta skíðasvæðinu?
Ásdís (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 22:49
Vá eru virkilega að verða liðin 44 ár frá þessu merkilega sunnudagskvöldi þegar þú komst í heiminn, rétt eftir þáttinn "Sunnudagskvöld með Svavari Gests". Ég geymi hamingjuóskirnar.
Kærar kveðjur,
Valgeir Bjarnason, 12.2.2008 kl. 22:52
Heyrðu, ég rétt skrapp yfir til Dofra og hann var eitthvað að tala um að Villi ætti skilið duglega rassskellingu: Rass kellingu. Þú gætir örugglega sagt honum duglega til syndanna:)
Ásdís (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 22:53
Sæmundur: þetta er ótrúlega góð og fyndin vísa, kærar þakkir .
Ásdís: Á hvaða vefsíðum ert þú? Þetta er ótrúlegt og jafnframt frábært að heyra um þessa brettakappa. Ég á langt í land með að ná þeirra færni. En, hm, finnst þér að ég sé bara svona "rass-kelling" TAKK
Valgeir: já það er stutt í 44 árin, þetta var náttúrulega stórmerkilegt sunnudagskvöld með Svavari gests .
Kristjana Bjarnadóttir, 12.2.2008 kl. 23:05
Sæmundur, þetta er flott vísa hjá þér, ja þó Kristjana sé stundum skella þá er ég ekki viss um að hún sé rass-skella
Erna Bjarnadóttir, 13.2.2008 kl. 08:52
Ja, ef þú ert miðaldra, hvað er ég þá? Ég MAN þegar það var kona og lítið barn í rúminu hennar mömmu! Mér fannst það mjög skrítið.
Annars er aldur afstæður, mér finnst ég alltaf jafn mikill krakkakjáni og ekkert þroskast! Hélt að það kæmi að því að ég yrði einhvern tíma þroskuð og lífsreynd.
Kveðja, Þorbjörg.
Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 09:39
Kristjana mín þú ert engin rass-kelling, þó við séum auðvitað allar kellingar sem er í góðu lagi á meðan við skemmtum okkur vel.
Annars eru vegir míns heimasíðuflakks órannsakanlegir en snúast þessa dagana mest um utanbrautargönguskíði. Svo er bara að ákveða sig og losna við kvefið og þá kemur þetta svona af sjálfu sér.
Ásdís (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 10:01
Sæl Þorbjörg frænka,
mér finnst afskaplega vænt um öll komment sem ég fæ, ekki fallegt að gera upp á milli, en þegar þú birtist hér þvert yfir landið hlýnar mér um hjartaræturnar. Ég sé að í fyllingu tímans verður fjallað um konuna og barnið í rúminu hjá mömmu þinni . Ætli það verði ekki í kringum afmælið hennar Siggu systur þinnar!
Kristjana Bjarnadóttir, 13.2.2008 kl. 18:43
Skemmtileg saga.Þrusu góð vísa.
Án þess að þekkja þig þá held ég að þú getir alveg verið dálítil rass-kella og skella
Solla Guðjóns, 13.2.2008 kl. 19:11
Mmmmm....... ég held að þú hafir fengið sprungu í spjaldhrygginn. Það er vont í nokkrar vikur en lagast svo af sjálfu sér.... og ekkert gert í því þótt þú farir til læknis.
Kveðja,
Ein miðaldra sem hefur lært smá læknisfræði af fenginni reynslu.
Anna Einarsdóttir, 13.2.2008 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.