6.2.2008 | 20:56
Befreiung eða befriedigung - hver er munurinn?
Fyrir mörgum árum var ég ung. Merkilegt nok. Dvaldi í Munchen Þýskalandi í eitt ár og hafði þann starfa að þrífa skít undan þýskri millistétt. Skemmti mér einnig konunglega við ýmislegt. Eignaðist vinkonur frá mörgum löndum og saman brölluðum við margt.
Eina helgina fór ég með franskri vinkonu minni Valerie og þýskum vini hennar og skoðuðum stað sem heitir Befreiungshalle. Þetta er nokkurskonar minnismerki um sigra sem Bæjarar unnu í styrjöldum á 19. öld.
Þegar við höfðum lokið við að skoða herlegheitin fórum við aftur í bílinn. Þá sagði ég stundarhátt og eins gáfulega og mér var unnt: "Und das var die Befriedigungshalle".
Valerie og vinurinn sprungu úr hlátri. Það tók mig margar vikur að átta mig á hvað ég hafði sagt.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Gamlar sögur | Facebook
Athugasemdir
Hey lát heyra........ég kann ekki stakt orð í þýsku.......
Solla Guðjóns, 7.2.2008 kl. 00:16
Befreiung = frelsun
Befriedigung = hm, tja, karl + kona vel heppnuð náin atlot - tilfinning. Æi ég get svo sem sagt það FULLNÆGING
Kristjana Bjarnadóttir, 7.2.2008 kl. 21:33
Skemmtilegt mismæli hjá þér...
Lára Hanna Einarsdóttir, 7.2.2008 kl. 21:38
Hahahahómæómæ
Solla Guðjóns, 9.2.2008 kl. 03:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.