Harry Potter og hans hyski

Ég hef nýverið lokið lestri seinustu bókarinnar um Harry Potter. Bókin er spennandi og heldur manni við efnið, það vantar ekki.

Í þessum bókum er gríðarlega mikil pólitík á milli línanna, barátta góðs og ills, tryggð og hollusta við vini og félaga, hversu langt nær hún, jafnvel í þeim tilvikum þegar einstaklingurinn er málstaðnum ósamþykkur.

Nú seinustu vikur hefur ákveðin stöðuveiting ákveðins setts dómsmálaráðherra verið milli tannanna á fólki, almenningur rís upp á afturfæturna og gagnrýnir. Merkileg hefur mér þótt viðbrögð margra samflokksmanna, með rökum sem órökum. Einhverra hluta vegna minnir þetta mig á samstöðu þeirra sem dvalið höfðu á Slytherin heimavistinni, jafnvel þó Voldemort færi fram með morðum, ofbeldi og órökum skyldi halda trúnað við hann.

Við veltum þessu fyrir okkur á kaffistofunni í dag, fundum nokkrar samsvaranir milli persóna í bókunum og í hinu pólitíska litrófi á Íslandi í dag. Ég tek það fram að þetta er eingöngu til gamans gert.

Sjálfstæðisflokkurinn er að sjálfsögðu Slytherin heimavistin og Gryffindor vinstri menn.

Voldemort = Davíð Oddsson
Harry Potter = Dagur B. Eggertsson (útlitslega finnst mér þetta sérlega fyndið!)
Ron = Guðmundur Steingrímsson (fær að vera með í fjörinu sem besti vinur Harrys)
Hermione = Svandís Svavarsdóttir (ótrúlega klár)
Lúna = Margrét Sverrisdóttir (Lúna var ekki á Gryffindor vistinni en var í bandalagi með Harry)
Faðir Lúnu = Að sjálfsögðu Sverrir Hermannsson
Neville = Sumir sögðu Björn Ingi, mér finnst Ólafur Magnússon betri

McGonagal = Jóhanna Sigurðardóttir, Ingibjörg Sólrún kemur til greina en aldurinn og nefið vinnur með Jóhönnu.
Draco Malfoy = Gísli Marteinn
Crabbe eða Goyle = Sigurður Kári mig vantar hinn
Ormshali = Árni Matthíssen (lítill karl sem fórnar sér fyrir herrann en það verður honum að falli)
Snape = Björn Ingi (Snape var meðlimur Fönixreglunnar en vann einnig með Voldemort, maður vissi aldrei í hvoru liðinu hann var)
Pearcy Weasley = Össur (Var á Gryffindor en langaði óskaplega að vera mikill maður og tilbúinn til að kyngja ýmsu til að það mætti verða)

Ekki gekk þetta nú fullkomlega upp því okkur reyndist ómögulegt að finna tvífara Dumbeldore, mér datt í hug Steingrímur Hermannsson, það er þessi landsföðurímynd, Dumbeldore hafði líka ýmsa mannlega breyskleika. Þessi tillaga mín fékk ekki nægilegan hljómgrunn. Þá stakk ég upp á Ólafi Ragnari en honum var líka hafnað. Ég hafnaði Jóni Baldvin. Hagrid sömuleiðis vantar tvífara, þó dettur mér Steingrímur J í hug. Þá er ég með prinsippfastan og sérvitran karakterinn í huga, ekki endilega útlitið.

Ég semsagt auglýsi eftir íslenskum Dumbledore.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Humm hvað með Birgi Ármanns sem Crabbe eða Goyle, á móti Sigurði Kára.

Dumbledore-  En Ögmundur Jónasson ? Hann er örugglega prisippfastur og nýtur víða virðingar

Hagrid - Þá versnar í því, Guðjón Arnar Kristjánsson kemur upp í hugann. Vænsti kall eða hvað

Erna Bjarnadóttir, 16.1.2008 kl. 22:22

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

p.s. Mér finnst Gísli Marteinn reyndar tæplega nógu mikill Skálkur til að líkja við Draco Malfoy - Meira svona Crabbe eða Goyle týpa

Erna Bjarnadóttir, 17.1.2008 kl. 10:13

3 identicon

Skemmtilegar pælingar 

En Snape var svo góður eftir allt saman. Þannig að Björn Ingi hlýtur að fá uppreisn æru...

Annars datt mér í hug fyrir Dumbeldore - þarf það ekki að vera einhver sem er yfir alla pólítík hafin? Og þarf það endilega að vera karl - hvað með bara Vigdísi Finnbogadóttir?

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband