26.11.2007 | 22:15
Í ömmuleik
Þessa dagana er ég mikið í ömmuleik, er að vísu bara móðursystir en ég tek þessu hlutverki alvarlega og reyni að leika ömmu, köllum það stundum varaömmu.
Drengurinn heitir Finnbjörn og er algert krútt og fullkomið þægðarljós. Við eigum þrjá uppáhaldsleiki:
1. Vera týndur undir handklæði og taka það svo frá höfðinu. Þetta er langskemmtilegast.
2. Sitja ofan í balanum með dótið.
3. Slást við dótið ofan í balanum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Alltaf gaman í ömmuleik!
Er þessi fallegi drengur sonur Sigrúnar? Hvað er hann gamall?
Bryndís (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 09:10
Jú það er rétt, Sigrún á hann. Hann fæddist 8. maí og er því 6 1/2 mán.
Kristjana Bjarnadóttir, 27.11.2007 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.