Af kynþáttahyggju - ég fæ hroll

Í dag fékk ég sendan link inn á skapari.com sem lætur mann fá hroll. Þarna er fólk af öðrum kynstofnum en hvítum kallað nöfnum sem ég get ekki haft eftir og viðhorf til þeirra slíkt að ég á ekki orð til að lýsa. Þarna er upptalning á "óvinum Íslands" og rökstuðningur fyrir því hvers vegna viðkomandi eru á þeim lista. Þar má m.a. finna Ólaf Ragnar Grímsson og Gauta B. Eggertsson, annar er þarna vegna val á eiginkonu og hinn vegna afstöðu sinnar til "barnakvæðisins" Tíu litlir negrastrákar. Gauti skrifaði sterka grein um kvæðið í Fréttablaðið, birtist hún einnig á heimasíðu hans.

Á forsíðu skaparans má m.a. lesa:

Í stuttu máli
Ég er Skapari.
Ég er Hvítur.
Ég er Kynþáttasinni.
Ég er Norrænn.
Ég er Íslendingur.
Ég er Þjóðernissinni.
Ég er Kynbótasinni.
Ég er Rasisti.
Ég er Nasisti.
Ég er Náttúrusinni.
Ég er FRAMTÍÐIN.

Undir flipa sem kallaður er "Sköpun" má lesa:

Sköpunarhreyfingin

er byggð á hinum Eilífu Lögum Náttúrunnar,
Sögu, Rökum og Almennri Skynsemi.

1. VIÐ TRÚUM að Kynþáttur okkar er okkar Trú.

2. VIÐ TRÚUM að Hvíta Kynið er Náttúrunnar Best.

3. VIÐ TRÚUM að Kynþáttatryggð sé efst af öllum heiðrum og Kynþáttasvik sé verst af öllum glæpum.

4. VIÐ TRÚUM að það sem er gott fyrir Hvíta Kynið er æðsta dyggðin og það sem er slæmt fyrir Hvíta Kynið er versta syndin.

5. VIÐ TRÚUM að sú EINA og SANNA, HREINA og BYLTINGARKENDA Hvíta Kyn Trú - SKÖPUN - er eina frelsunin fyrir Hvíta Kynið.

Undir flipa sem kallaður er "Greinar" má finna link þar sem fjallað er um samkynhneigða:

Með blóði, svita og tárum komust samkynhneigðir út úr skápnum og með blóði, svita og tárum verður þeim troðið þangað aftur - ekki beint fögur spá en líklega mjög sönn.
Finnum lausn áður en uppgjör mun eiga sér stað.

Ég velti fyrir mér hvað vaki fyrir þeim sem halda úti slíkri síðu.

  1. Getur verið að um grín sé að ræða? Ef það er málið þá er það háalvarlegt því það er óvíst að "grínið" komist til skila. Svo mikið er víst að það fór fram hjá mér og ég lít á þetta sem stórhættulegan áróður.
  2. Getur verið að um um sé að ræða hóp af einstaklingum sem meinar þetta í fullri alvöru? Í því samhengi velti ég því fyrir mér hvort best væri að láta sem ekkert væri því það að vekja athygli á þessu gæti virkað sem örvun og auglýsing. Eftir nokkra umhugsun komst ég að því að það er líka stórvarasamt, þögn er sama og samþykki og með því að láta sem ekkert sé erum við á vissan hátt að samþykkja að þessi skoðun eigi rétt á sér. Ég get fallist á að ýmsar skoðanir sem ég er ósammála eigi rétt á sér og sé jafvel hægt að rökstyðja. Þetta er svo sannarlega undanskilið.
  3. Getur verið að um sé að ræða geðveila(n) einstakling(a)? Þetta tel ég reyndar líklegt en alvarlegt eigi að síður.

Það vakti athygli mína að hvergi er að finna nokkurn ábyrgðarmann fyrir þessum skrifum. Það er þó vottur af siðferðiskennd fólgin í því að vilja ekki kannast við þessar skoðanir undir nafni.

Nú er ég illa netfróð manneskja, en verður ekki einhver að vera opinberlega ábyrgur fyrir því sem sett er á netið? Prentmiðlar hafa ábyrgðarmann, er löggjafinn svona langt á eftir með að koma höndum yfir netmiðla?

Það að til séu í okkar samfélagi einstaklingar með hugmyndir eins og birtast þarna er verulega alvarlegt. Ég tel það skyldu mína að vekja athygli á þessu og hvet aðra til að vera meðvitaða um að þessi viðhorf séu til. Að hunsa þetta og láta eins og þetta sé ekki til býr til jarðveg fyrir svona hugarfar og þar blómstrar það. Einnig tel ég varasamt að flissa að þeim hugmyndum sem þarna birtast, með því erum við að senda ákveðin skilaboð til samfélagsins, skilaboð um að svona hugarfar sé í lagi, jafnvel fyndið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

þetta er náttúrulega alger ónáttúra að ver upptekinn af öðru eins á tuttugustu og fyrstu öldinni

Fólk byggir land, fólk talar tungumál, fólk býr til meningu, fólk til framtíðar.
Hvítt fólk af Norrænum stofni kom til Íslands og afkomendur þessa fólks hefur gert Ísland að einu af bestu löndum heims. - Til að komast á toppinn þarf betra fólk, EKKI fólk frá þríðja heiminum eða önnur skítaskinn sem fátt geta nema dregið okkur niður á sitt lága plan. 

Sonalagað dæmir sig sjálft, en ég veit að kynþáttahatur verður æ meira áberandi í Rvk með hverju árinu, því miður...

Fríða Eyland, 6.11.2007 kl. 23:25

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Það er rétt hjá þér að einhver ber ábyrgð á léninu. Endingin .com bendir hinsvegar til þess að það sé ekki íslendingur. Það er eðlilegt að fólk hrökkvi við þegar það sér svona lagað. Það er samt lítið við þessu að gera. Eðlilegast er að hunsa þetta að mestu. Sérkennilegt að viðkomandi skuli ekki geta hundskast til að skrifa undir nafni, en það sýnir bara hvernig málstaðurinn er.  

Sæmundur Bjarnason, 6.11.2007 kl. 23:30

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Það setur líka að mér hroll.

Takk fyrir að vekja máls á þessu ég ætla að skoða þessa síðu..........sem virðist hafa það að markmiði að koma af stað miklu kynþáttahatri.

Solla Guðjóns, 7.11.2007 kl. 11:40

4 identicon

Já þetta er ógeðsleg síða.

Ljósi punkturinn er sá að þarna er svo mikið af málvillum að það bendir til þess að höfundur sé einn. Vonandi bara unglingur með lélega sjálfsmynd að reyna að upphefja sig. 

Lilja (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 13:35

5 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Þessi síða er víst í eigu Hal Turner, þekktur öfgakynþáttasinni í USA. Hann er greinilega komin með útsendara á Íslandi þannig að þó sá sé jafnvel einn þá er hann tryggilega bakkaður upp. Sjá á visir.is í gær.

Kristjana Bjarnadóttir, 7.11.2007 kl. 16:09

6 Smámynd: Solla Guðjóns

'ohuggulegt

Solla Guðjóns, 7.11.2007 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband