Heilbrigðisráðherra útilokar ekki bólusetningu

Í fréttum á Stöð 2 í kvöld var sagt að heilbrigðisráðherra útiloki ekki að íslenskar stúlkur verði bólusettar gegn leghálskrabbameini. Mikið er ég nú glöð að stjórnvöld standi nú ekki í veginum fyrir fyrirbyggjandi aðgerðum í heilbrigðismálum. Það væri nú fyrst fréttnæmt ef ráðherra færi svona að óathuguðu máli að útiloka bólusetningar.

Í sömu frétt kom fram að bóluefnið fengist nú þegar hér á landi og hafi íslenskar konur getað um nokkurt skeið bólusett sig.

Ég bara vissi ekki að ég gæti bara svona alein og sjálf keypt mér sprautur og bólusett mig fyrir hinu og þessu. Nú veit ég það sem sagt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Og nú veit ég það líka.  Takk fyrir það Kristjana. 

Anna Einarsdóttir, 26.10.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband