Reykingar

Ég var einu sinni á ferð sem leiðsögumaður með hóp af þýskum túristum í Mývatnssveit. Ég lýsti fjálglega landslaginu, hvernig eyjarnar í vatninu mynduðust, hélt fyrirlestur um jarðfræði og dýralífið á svæðinu. Túristarnir reyndu að vera áhugasamir og fylgjast með. Ég lýsti því að í vatninu væri mikið af silung og að bændurnir legðu net í vatnið og veiddu silunginn. Svo benti ég þeim á lítil torfhús sem voru á flestum bæjum en þar var silungurinn reyktur. Þetta útskýrði ég með eftirfarandi orðum:

"Und da in den kleinen Haüsern werden die Forellen geraucht". (Þýðing: "Og þarna í litlu húsunum eru silungarnir reyktir".

Gallinn við þetta var að á þýsku eru til tvö orð yfir sögnina "að reykja":

Rauchen = reykja sígarettur (lýsingarháttur þt: geraucht)

Raüchern = reykja mat (lýsingarháttur þt: geraüchert)

Það er ekki hægt að þýða yfir á íslensku hvað ég sagði Þjóðverjunum að Mývetningarnir gerðu við silunginn en þeir hlógu óskaplega að þessu án þess að ég gerði mér grein fyrir hvað var svona fyndið við það sem ég sagði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gaman að þessu  Annars er ein vinkona mín gift þjóðverja og hann er mjög góður í íslensku en fipast stundum og segir eitthvað skondið, eins og einu sinni þegar hann var að segja okkur frá því þegar hann slasaðist á mótorhjóli og var hvalur í 24 tíma.  (Kvalinn í 24 tíma)

Margrét St Hafsteinsdóttir, 19.1.2008 kl. 23:47

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Hahha mál-mis-skilningur getur komið svo hjátkátlega út........Þeir Þísku eru líklega enn að hlæja

Solla Guðjóns, 20.1.2008 kl. 03:32

3 identicon

Minnir á flökkusöguna af íslenska bóndanum sem var spurður um hversu mörg börn hann ætti (Kinder) og hann taldi stoltur upp allar sínar 400 rollur....

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 13:32

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þýðir þetta ekki að "í þessum litlu húsum reyktu silungarnir"...  

Það eru töggur í íslenskum bændum Auður. 

Anna Einarsdóttir, 20.1.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband