Lesendakönnun

Þessa bloggsíðu hef ég notað í ca einn og hálfan mánuð sem yfirfall skoðana minna. Inn á milli hef ég sagt sögur úr æsku minni, sögur af heimavistaskóla og frá sveit sem hefur breyst. Þetta er tími sem er liðinn og þetta andrúmsloft kemur ekki aftur. Þetta er mun skemmtilegra en ég bjóst við, satt að segja var ég pínu feimin og jafnvel með fordóma gagnvart þessum miðli. Nú er ég alveg laus við þetta.

Mér líður hins vegar aðeins eins og ég sé leikari í leikhúsi og fari með frumflutta einleiki. Þetta leikhús er þeirrar náttúru að ég sé ekki nema örfáa áhorfendur sem hafa sérstaklega haft fyrir því að gera vart við sig. Ég kalla eftir meiri viðbrögðum því að miðað við fjölda IP talna sem opna þessa síðu þá eru þó nokkrir að skoða þetta. Margir bara rétt smella og opna og því segir þessi fjöldi IP talna ekki allt.

Ég hef takmarkaðan áhuga á þessum fjölda, ég hef hins vegar áhuga á að vita meira um hverjir eru lesendur mínir og einnig hvað þeim finnst. Ég vil gjarnan fá athugasemdir frá fólki sem er mér ósammála því það er auðvelt að missa sjónar á atriðum sem skipta máli í umræðunni og þetta er skemmtilegur vettvangur fyrir skoðanaskipti.

Mig grunar að einhverjir  lesendur séu gamlir skólafélagar frá Laugagerði og það hlýjar mínu hjarta að vita af ykkur, jafnvel fá ykkar sýn af atburðum sem ég er að lýsa. Það er ótrúlega hvetjandi að fá viðbrögð frá gömlum vinum og kunningjum og styttir einnig bilið sem óhjákvæmilega hefur skapast í tímans rás.

Ég minni einnig á gestabókina það er gamall og góður sveitasiður að skrifa í hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var nú búin að kvitta áður, en staðfesti það aftur að ég er orðin reglulegur lesandi. Sögurnar frá Laugargerði eru algjör snilld. Gaman að rifja þetta upp. Ég man vel eftir lýsispillunum í hafragrautnum, en fyrir þann tíma gekk kennari um með lýsisflöskuna og hellti í skeiðarnar hjá okkur. Manstu að þú vildir alltaf meira lýsi, Gillí? (treysti á að þú lesir þetta líka!)

Þorbjörg (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 23:00

2 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Alltaf fundist lýsi gott beint af beljunni....líklega eitthvað að gera með strandablóð og móður sem sinnti uppeldishutverki sínu vel....sérstaklega því að halda í gamlar hefðir, bæði matar- og annars kyns.

Gíslína Erlendsdóttir, 17.10.2007 kl. 23:56

3 Smámynd: Fríða Eyland

Ég hef gaman af frásögnum þínum og pólitískum hugrenningum, les allt sem þú skrifar takk.

Fríða Eyland, 18.10.2007 kl. 18:14

4 identicon

Rambaði hér inn aðallega vegna þess að að myndin af þér í íslenskri náttúru kallaði á mig. þegar ég sá hana í athugasemdakerfi á annarri bloggsíðu.. Góðir pistlar. Hafði sérstaklega gaman að hugleiðingum þínum, sem og athugasemdum um ABC barnahjálp

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband