Reið

Ég er reið. Reið yfir spillingu kjörinna fulltrúa í OR, yfir því hvernig þeir ætluðu að vaða yfir almenning með sölu almenningseigna til valinna manna á verði sem öllum ber saman um að sé undir því sem fáist eftir skamman tíma. Reið út í yfirklór Sjálfstæðismanna sem nú ætla að láta þetta snúast um það að best sé að selja gullkálfinn strax, áður en hann fer að mjólka. Líklega til að þeirra menn hagnist á öllu saman. Reið út í borgarstjóra sem þykist ekkert hafa vitað......................................á ég að halda áfram? Gæti tekið nóttina.

Ég er líka reið út í GT verktaka sem láta sem verkalýðshreyfingin sé að ljúga upp á þá að þeir séu vondir við verkamenn. Þetta séu ekki einu sinni menn í vinnu hjá þeim. Ég er reið yfir því að þeir vogi sér að bera í þá áfengi, ljúga í þá að þeir fái borgað, senda þá til Keflavíkur, bera í þá meira vín og senda þá svo úr landi. Rétt áður en þeir áttu að bera vitni hjá lögreglu. Allur málatilbúnaðurinn byggir á því að þessir menn beri vitni.

Ég er reið yfir því að valdir menn voru pikkaðir út til að kaupa ríkisbankana.

Ég er reið yfir því að grunnnet símans sem í eðli sínu er ekki samkeppnisfyrirtæki, skuli hafa verið selt.

Ég er reið yfir því að þjóðin á ekki lengur fiskinn í sjónum og mun aldrei eignast hann aftur.

Ég er reið því mig grunar að það eigi líka að stela af okkur raforkunni, hitanum............... hvar endar þetta?

Ég hljóp 10 km áður en ég skrifaði þetta. Ég var aðeins minna reið eftir það. Þakkið fyrir að ég gerði það.

Áður en ég lagði af stað í hlaupið ætlaði ég að segja að þeir sem ekki skrifuðu í athugasemdir að þeir væru mér sammála hlytu að samþykkja allan þann gjörning sem ég tel upp. Ég ætlaði líka að stinga upp á því að bloggarar sprengdu Moggabloggið með því að skrifa inn athugasemd við hverja einustu færslu sem gangrýndi þann gjörning sem við urðum vitni að í dag. Ég ætlaði líka að stinga upp á mótmælagöngu og eggjakasti á ráðhúsið og/eða Orkuveituna. Ég hætti við að stinga upp á þessu en get ekki stillt mig um að segja ykkur frá þessum hugmyndum.

Annars braut ég 3 reglur varðandi þetta blogg mitt í dag:

  • Aldrei að blogga í vinnutímanum 
  • Aldrei að tengja blogg við frétt
  • Bara ein færsla á dag

Ég hafði hugsað mér að segja í dag sögu af 15 ára afmælinu mínu, en þetta bara var mér efst í huga. Sagan kemur seinna, hún er tilbúin, bíður bara eftir að ég verði betri í skapinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Sammála, sammála, sammála....hvar endar þetta

Gíslína Erlendsdóttir, 8.10.2007 kl. 23:01

2 Smámynd: Fríða Eyland

Sömuleiðis, þessi færsla er eins og töluð frá mínu hjarta, tek undir hvert orð-góð hugmynd að kasta tómötum allavega er færslan frábær hjá þér 

Fríða Eyland, 9.10.2007 kl. 02:19

3 identicon

Blessuð Kristjana frænka mín.

Ég er innilega sammála þér núna. 

Ég vinn á sama gangi og skrifstofa AFLs er og sá Lettana koma hér í sl. viku.  Ekki voru lætin í þeim né hamagangur.  Þeir sátu allan morguninn og biðu eftir túlk og drukku kaffi, kurteisir fram í fingurgóma.  Svo komu fulltrúar Vinnumálastofnunar loksins eftir hádegi, en litu varla á þá.  Ótrúlegt alveg hreint hvernig hið opinbera snýr blinda auganu að öllum þessum málum sem hafa komið upp vegna framkvæmdanna hér fyrir austan!

Haltu áfram að skrifa og endilega komdu með fleiri sögur  úr sveitinni/skólanum.  Það er svo gaman að lesa það!

Kv. Þorbjörg.

Þorbjörg (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 09:18

4 identicon

Sammála reiðilistanum. Gæti bætt við hann, en það er varla á bætandi og allt varðar þetta sömu græðgis- og óréttlætis-sóknina. Vildi að ég gæti hlaupið 10 km líka. Hitt er annað mál að það væri illa farið með egg eða tómata að henda þeim í byggingar. Einhver blók myndi setja undirborgað erlent verkafólk í að þrífa og öllum væri sama. 

Lilja (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 12:25

5 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Sæl Þorbjörg frænka

Velkomin í lesendahópinn, eins og ég hef áður sagt er ég ósköp glöð að fá viðbrögð frá lesendum, þá trúi ég að einhver hafi haft eitthvað gaman af þessu. Það sem þú segir er viðbót við það sem ég hef verið að þusa og svo sannarlega er ástæða til að segja þetta upphátt, svona má ekki viðgangast í skjóli þess að enginn segi neitt. Netið er nýr miðill sem gerir okkur auveldara með skoðanaskipti þvert á landshluta og þann þrönga hóp sem maður umgengst dagsdaglega. Reyndar er þetta opinber miðill og verður maður ávallt að hafa það í huga.

Ég hef mjög gaman af að segja þessar sögur, er þegar með nokkrar skrifaðar sem bíða birtingar. Þær fara hins vegar ekki út nema þegar ekkert rennur út um yfirfallið sem ég kalla, það er yfirfall á skoðunum og hugsunum sem bærast í kollinum á mér. Annars var það ekki síst bókin um pabba þinn sem hefur kveikt í mér að gera þetta. Hann hélt ýmsu saman frá gamalli tíð, skrifaði niður ýmislegt um vinnulag sem og persónulega atburði. Við eigum nefnilega líka svona reynslubrunn og það má ekki týnast. Með tilkomu netsins get ég birt þetta strax og þarf ekki að gefa út ævisöguna!

Kristjana Bjarnadóttir, 9.10.2007 kl. 12:28

6 Smámynd: Fríða Eyland

 Sendi þér hugheilar baráttukveðjur, skrifaði athugasemd við ranga færslu ...

Sendi niðurlagið hér Færslu- komentið er í heilu lagi annarstaða og það væri að bera í bakka fullan lækinn að  endurtaka þá romsu alla

Ég man þá tíð að hugarfar fólks var í þeim anda að enginn gæti átt vatnið fram yfir annan...............hlegið af þeim sem trúðu að það væri smuga.......en tímarnir breytast og mennirnir með.......er ekki hægt að rifta samningnum umtalaða og skoða málin...það eru um hundrað dagar frá yfirlýsingu um að ekki stæði til að selja neitt...svo í skjóli nætur.....og nú kemur ok þá seljum við bara....ég seigi rifta þetta er bara blað trú lega A-4....það var nú ekkert fleira í bili nema stafir á blaði og tölur á blaði hver er munurinn ???  

Fríða Eyland, 9.10.2007 kl. 14:21

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Já ég er líka reið útaf báðum þessum málum.

Þetta er alger sví virða við þessa blessaða menn og kemur illi orði á verktaka almennt sem er líka til skammar þessum Gt-gaurum

Solla Guðjóns, 9.10.2007 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband