7.10.2007 | 19:02
15 ára dóttir mín stal jeppa og keyrði full út í skurð
Stúlkan var í ferð uppi í Bláfjöllum, leiddist partýið og lagði af stað. Henni til bjargar var að það var námskeið í fyrstu hjálp hjá nýliðum í björgunarsveitinni Ársæli og nýliðarnir plokkuðu hana út úr bílnum og veittu henni fyrstu hjálp. Reyndar var bróðir hennar meðal björgunarmannanna.
Náði ég ykkur?
Stúlkan er í ungliðasveit björgunarsveitarinnar og lék sjúkling á námskeiðinu. Hún fékk skipun um að leika þetta hlutverk.
Mikið hvað ég er stolt af því að þetta er það sem afkvæmin taka sér fyrir hendur um helgar. Raunveruleikinn gæti verið svo allt annar og er það hjá mörgum.
Björgunarsveitirnar reka frábært starf, að miklu leyti í sjálfboðavinnu. Nýliðarnir þurfa í heilan vetur að taka þátt í námskeiðum eða ferðum aðra hverja helgi og funda að lágmarki einu sinni í viku. Tjaldútilega á fjöllum um miðjan vetur í stórhríð er hluti af þjálfuninni. Þetta fólk eyðir ómældum tíma í þetta áhugamál sitt til að öryggi okkar hinna sé tryggt ef við töpum áttum á fjöllum eða byggð. Gerum við okkur grein fyrir hversu miklar hetjur það eru sem mynda það net sem björgunarsveitirnar eru?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:37 | Facebook
Athugasemdir
Þú náðir mér illilega þarna. Ég hugsaði: svakalega er hún beinskeitt og opin þessi. hehe.
Ég er svo sannarlega sammála þér með björgunarsveitirnar. Það væri margur maðurinn ekki hérna megin ef þeirra hefði ekki notið við.
Jóna Á. Gísladóttir, 7.10.2007 kl. 20:28
Þú náðir mér alveg! Ég sit hér og þarf áfallahjálp!
Veist þú annars nokkuð hvað orðið er af síðunni hennar Gerðar?
Lilja Karlsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 14:04
Þú náðir mér í augnablik - en ég hugsaði með mér að mikið væri hún ólík móður sinni.
Anna Einarsdóttir, 8.10.2007 kl. 14:31
Lilja, velkomin í lesendahópin, mér finnst alltaf ánægjulegt þegar fólk lætur vita af sér, gaman að vita hverjir hafa fundi þetta / frétt af þessu. Ömmusystir bara í sjokki !!!!!!!!!!!
Hef ekkert heyrt af Gerði en hún virðist bara hafa hætt að blogga, sem er skaði því hún var með góða pistla.
Anna, aðeins gleymdirðu þér, ég hélt þú tryðir öllu upp á mig! En stúlkan er frekar lík mér og eftir svolitla umhugsun varð mér ljóst að ég hef aldrei stolið jeppa, aldrei keyrt full og aldrei út í skurð. Þannig við vonum að stúlkan líkist mér. Ég keyrði að vísu Land Rover svona heima þegar ég var 13 ára, en það var "off the record".
Kristjana Bjarnadóttir, 8.10.2007 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.