Einkavæðing almenningsfyrirtækja

Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að fjalla frekar um samruna REI (Reykjavík Energy Investment,  Orkuveitu Reykjavíkur) og Geysir Green Energy. Ég bara get ekki annað. Þessi gjörningur er með þvílíkum eindæmum. Til hans var boðað með litlum fyrirvara, engin umræða meðal kjörinna fulltrúa. Kaupréttarsamningar valinna aðila eru einnig með ólíkindum.

Nú tíðkast í viðskiptum víða kaupréttarsamningar, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Það sem þarna er hins vegar um að ræða er fyrirtæki sem að hluta er í almannaeign og útvaldir geta hagnast um hundruðir milljarða. Finnst einhverjum það í lagi? Munum, þetta er ekki fyrirtæki á almennum markaði, það skiptir nefnilega máli í þessu samhengi.

Ég hef ekki myndað mér skoðun á hvort um sé að ræða hagkvæma fjárfestingu fyrir OR að ræða eða hvort slíkt fyrirtæki eigi að standa í svona braski. Ef það er hins vegar gert þá verður að gera það með öðrum hætti en í reykfylltum bakherbergjum.

Það sem er alvarlegast í þessu máli er að hægri menn hafa nú sagt upphátt að þeir telji að OR eigi að vera í einkaeign. Svona uppákoma eykur hættu á að af því verði. Það tel ég stórvarasamt. Ég tel að samkeppnisrekstur eigi vissulega heima í einkarekstri en fyrirtæki sem eru í eðli sínu einokunarfyrirtæki, þau eigi að vera í almannaeign. Ég tala ekki um ef um er að ræða fyrirtæki sem byggja á náttúruauðlindum okkar.

Ég bið því bara um að hægri menn, hvar í flokki sem þeir eru komi hreint til dyranna og segi okkur hvort þeir vilji sölu þessara fyrirtækja. Ég hef fengið nóg af því að heyra að það standi ekki til að selja OR, mig grunar að það verði gert einn daginn. Vonandi hef ég rangt fyrir mér.     

Fyrirtækai sem mínu mati geta ekki verið samkeppnisfyrirtæki og eiga því að vera í almannaeign:

  • Grunnnet símans - samkeppni í símalínum er fræðilega ómöguleg, jafnvel byggingar senda um strjálbýlt land getur ekki verið samkeppnishæft. Grunnnet símans er nú þegar SELT.
  • Landsvirkjun - Nýtir dýrmætar náttúruauðlindir sem þjóðin á. Raflínur, hvort sem er til heimilisnota eða stóriðju geta ekki verið á samkeppnismarkaði. Hávær umræða er um sölu Landvirkjunar og undirbúningur jafnvel í gangi.
  • Hitaveitur - sömu rök og gilda um Landvirkjun. Gjörningurinn með umræddum samruna er mögulega undirbúningur að sölu OR.

Einn daginn verður þjóðvegur nr 1 líka seldur, þetta er sambærilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Ég er sammála hverju orði, þetta er ekki að bera í bakkafullan lækinn  við þurfum að láta heyra í okkur

Fríða Eyland, 6.10.2007 kl. 20:53

2 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Algjörlega sammála öllu þessu og það sem meira er þá held ég að meirihluti þjóðarinnar sé líka sammála.  Svo er bara óþolandi hvernig sumir geta bara gert sig ríka með því að taka geðþóttaákvarðanir til eigin hagsbóta. Á ég ekki í OR eins og aðrir reykvikingar, á ég þá ekki líka kauprétt eins og hinir?  Algjörlega óþolandi að hafa þessa fjandans spilltu sjálfstæðismenn allsstaðar.  Áfram Svandís Svavarsdóttir......líst vel á þá konu og svo auðvitað Jóhönnu Sigurðar eins og áður.

Gíslína Erlendsdóttir, 6.10.2007 kl. 22:56

3 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Vandamálið er að þeir geta ekki sagt kjósendum fyrir hvað þeir raunverulega standa, það er fullt af sjálfstæðismönnum sem ekki vilja þetta, en af því að það má aldrei tala hreint út fyrir kosningar þá eru þeir alltaf kosnir aftur. Fólk fylgist líka ekki nógu vel með, hefur líka ótrúlega stutt minni.

Ég verð alveg galin þegar ég hugsa um þetta. Spaugstofan tók snilldarlega á þessu í kvöld, atriði með Yoko Ono og friðarsúluna, það var eiginlega ekki fyndið því þettagerði mig reiða. Textin sem Laddi söng í gervi borgarstjóra nísti mig. Hann var of sannur til að vera fyndinn. Verst að það virkar alltaf sem syndaaflausn fyrir þetta lið þegar spaugstofan er búin að gera grín að þeim.

Svandís er hetja vikunnar, rökföst og skörp. Sjaldgæft að sjá stjórnmálamenn gera hlutina svona vel.

Kristjana Bjarnadóttir, 6.10.2007 kl. 23:07

4 Smámynd: Fríða Eyland

Trimmarinn í spaugstofunni var þunnur, Palli var einn í heiminum, hann fór í taugarnar á mér í bæjarins besta atriðinu. Síðan í viðtali hjá Evu M. alveg eins og í spaugstofunni..........

Að einkavæða náttúruauðlindir þjóðar er þjófnaður á þjóð..................þannig skil ég málið....... 

Ég hef velt því fyrir mér hvernig íslands gæði og menning varð einkaeign, hugurinn ber mig ekki langt til baka en getur verið að til dæmis álver og landtaka vegna virkjanna hafi haft áhrif á landann, í þá veru að réttlætingin á vatnsréttindum í einkaeign varð almennari......ég meina að í staðin fyrir að kalla hlutina réttum nöfnum og borga landeigendum fyrir eignarnám (í þágu þjóðar) og greitt fyrir vatnsréttindi... vatnalög orðin aðal málið, sem margir höfðu skoðanir á............getur verið að sjónarspilið hafi tekið völdin..????.....við leidd afvega og gleymt okkur um stund í undralandi................

Ég man þá tíð að hugarfar fólks var í þeim anda að enginn gæti átt vatnið fram yfir annan...............hlegið af þeim sem trúðu að það væri smuga.......en tímarnir breytast og mennirnir með.......er ekki hægt að rifta samningnum umtalaða og skoða málin...það eru um hundrað dagar frá yfirlýsingu um að ekki stæði til að selja neitt...svo í skjóli nætur.....og nú kemur ok þá seljum við bara....ég seigi rifta þetta er bara blað trú lega A-4....það var nú ekkert fleira í bili......... nema Svandís er kona ársins 2007 ef hún klárar málið og ek er enn

Fríða Eyland, 9.10.2007 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband