Kaupfélagið að Hvammstanga - þangað get ég ekki komið

Þegar börnin mín voru 1 og 3ja ára dvaldi ég nokkra daga í sumarfríi í húsi í Víðidal í Húnavatnssýslunum. Það rigndi mikið og því var alveg upplagt að skreppa í sund að Hvammstanga sem við gerðum nokkrum sinnum. Eftir einhverja sundferðina fórum við í kaupfélagið þar sem mig vantaði hárnæringu og eitthvað fleira smálegt. Þar sem ég stend í röðinni við kassann sé ég körfu með fullt af alls kyns bakkelsi.

"Það væri nú óvitlaust að kaupa eitthvað gott með kaffinu" hugsa ég. "Ætli þetta sé allt nýbakað?" velti ég áfram fyrir mér. Ég byrja að skoða kökurnar sem eru ágætlega girnilegar en það er ekki mikið til af hverri sort. Ég þukla þær vel og vandlega, kreisti og bora fingrinum laumulega inn í þær, smá "gæðatékk", ég ætla sko ekki að kaupa eitthvað gamalt dót.

Í þessum vangaveltum mínum verður mér litið upp, horfi beint framan í manninn sem er fyrir framan mig í kassaröðinni, þetta er innkaupakerran hans ......................... ég er að þukla kökurnar sem hann er að fara að kaupa. Eiginmaðurinn sér hvað er að gerast, tekur krakkana undir sitt hvora höndina og hleypur út úr búiðinni, hann bara gat ekki horft upp á þetta, þetta var of vandræðalegt.

"uh, ......................  ég hélt þetta væri til sölu" styn ég upp !!!!!!!!!!!!

(Auðvitað var þetta til sölu, maðurinn var að fara að kaupa þetta, var ég fífl !!!!!!!!!! Sarið var JÁ)

Maðurinn horfir á mig, þessu augnaráði sem segir manni að manni sé ekki viðbjargandi, sem mér var ekki. Ég var föst, með körfu fulla af vörum, gat ekki flúið og varð bara að bíða eftir að röðin kæmi að mér. Þetta voru langar mínútur.

Síðan hef ég ekki komið að Hvammstanga ................. og það stendur ekki til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha, ha, þennan hef ég heyrt áður en hló samt aftur :)

Ásdís (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 20:03

2 Smámynd: Fríða Eyland

Guð hvað ég skil þig, ég þurfti að fara á google earth til að finna pleisið, 567 íbúar hehehe

Fríða Eyland, 19.10.2007 kl. 20:35

3 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Kannski maðurinn sé fluttur í burtu.....líklegra en hitt m.v. fólksflótta af landsbyggðinni.  Hann hefur eflaust hugsað.....þetta reykjavíkurpakk....nei...bara að grínast.

Góða helgi mín kæra.

Gíslína Erlendsdóttir, 20.10.2007 kl. 00:23

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hahaha  ........ ég sé fyrir mér svipinn á manngarminum. 

Anna Einarsdóttir, 20.10.2007 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband