Hjónaband

Fyrir kirkjuþingi sem nú stendur yfir liggur tillaga um að prestum verði heimilað að staðfesta samvist samkynhneigðra. Jafnframt leggur biskup fram tillögu um skilgreiningu á hjónabandinu. Samkvæmt henni getur hjónaband eingöngu verið sáttmáli milli karls og konu.

Hvað er þá staðfest samvist samkynhneigðra? Í hverju felst munurinn á staðfestri samvist þeirra og hjónabandi?

Ég skil hjónaband sem sáttmála milli tveggja einstaklinga um að taka sameiginlega ábyrgð á lífi sínu, mitt er þitt og þitt er mitt. Er skilningur biskups á þessum sáttmála milli samkynhneigðra einhver annar?

Í fréttablaðinu í dag er haft eftir biskupi: "..... grundvallaratriðið hvað hjónabandið varðar sé þessi gagnkvæmni kynjanna sem getur af sér líf". Hvað þýða þessi orð? Er hjónabandið einskis virði ef það er barnlaust? Hvað er biskup með þessum orðum að segja við hjón sem glíma við ófrjósemi?

Kirkjunnar menn verða að átta sig á þeim samfélagsbreytingum sem hafa orðið. Almenningur hefur að miklu leyti látið af fordómum sínum gagnvart samkynhneigðum. Menn innan kirkjunnar reyna að skipta sambúðarformum í flokka og það dylst engum hvaða flokkur er óæðri. Skilaboðin til samkynhneigðra eru skýr. Í örvæntingu sinni til að réttlæta þessa skoðun sína heggur biskup nærri fólki sem stríðir við ófrjósemi.

Ef kirkjan ætlar sér að lifa af í nútímanum verður hún að skilja að almenningur vill ekki að fólk sé dregið í dilka með þessum hætti, sá munur sem biskup vill gera á samvist samkynhneigðra og hjónabands karls og konu segir að hann á langt í land með að viðurkenna samkynhneigð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér er hjartanlega sama hvað kirkjan gerir í þessum málum enda er ég ekki í því félagi. Hins vegar er hjónaband nokkuð örugglega orðið til sem trygging fyrir stúlkur/konur fyrir því að þær fái aðstoð við að framfæra börn sem gætu orðið til í sambandinu. Nú á tímum finnst mér að hið opinbera eigi ekkert að vera að skipta sér af því hver sefur hjá hverjum. Það ættu að vera sams konar samningar fyrir alla sem vilja halda heimili saman, hvort sem það eru karl og kona, mæðgin, systkin, vinkonur eða vinir - og það á ekkert að spyrja að því hvort vinirnir eru hommar eða "bara" vinir. 

Lilja (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband