15.1.2008 | 22:02
Undrandi tunna
Það var verið að steypa á Stakkhamri. Líklega var þetta þegar verið var að byggja eftir brunann 1971. Í þá tíð hjálpuðust menn að þegar mikið lá við og á steypudögum komu nágrannarnir og aðstoðuðu.
Einhverra hluta vegna var tunna fyllt af steypu. Þetta var gamaldags trétunna með gjörðum og öllu. Hún þoldi ekki álagið og gliðnaði í sundur.
Elli í Dal horfði á tunnuna og sagði: "Sjáiði tunnuna, hún er svo hissa að hún féll í stafi!".
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Vinir og fjölskylda, Gamlar sögur | Facebook
Athugasemdir
Skemmtileg saga.
Það mætti nú vera meira um samvinnu/skiptivinnu og náungakærleik nú til dags.
Solla Guðjóns, 15.1.2008 kl. 22:46
Mannstu ekki líka eftir "gemlingi í Dal frá ullu...."
Erna Bjarnadóttir, 16.1.2008 kl. 08:49
Elli er svo mikill húmoristi.
Anna Einarsdóttir, 16.1.2008 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.