Miðfellstindur

Nú er alveg að koma að því.........félagar úr TKS stefna á Miðfellstind í Skaftafellsfjöllum um helgina.

Óhætt er að segja að ferðin sé margumtöluð og mikiðtilhlökkuð. Svo mikið að aðrir félagar okkar í klúbbnum sem og vinir og vinnufélagar eru búnir að fá nóg. Ef áfanganum verður náð verðum við algerlega óþolandi eftir helgi. Líklega breytir það engu, við vorum óþolandi fyrir.

Fyrir þessa göngu höfum við flest æft af kappi. Gert er ráð fyrir að gangan taki um 20klst. Lagt verður af stað um kl 4 aðfararnótt laugardags og komið til baka um miðnætti. Erfiðleiki göngunnar felst fyrst og fremst í því að frá Skaftafelli og inn í Kjós þar sem uppganga er á Miðfellstind, eru um 11km. Gert er ráð fyrir að gangan inn í Kjós taki allt að 4 klst. Tindurinn sjálfur er um 1430m og gert er ráð fyrir að gangan á hann og niður aftur taki um 9klst. Svo þarf að koma sér til baka en það má reikna með að það séu aðrar 4 klst. Glöggir lesendur taka eftir að þetta gera 17 klst en ekki 20. Þessar 3 klst sem á milli ber er reiknað með að fari í góðar hvíldarpásur.

Lýsingu og myndir af þessari göngu má sjá hér.

Hversu erfið svona ganga er síðan ræðst svo að sjálfsögðu af veðri. Veðurspá helgarinnar gerir ráð fyrir lygnu veðri og það skiptir miklu máli. Ekki er alveg ljóst hvort búast má við úrkomu og þá hversu mikilli, en það er hætt við að það verði eitthvað skýjað.

Við tökum því sem að höndum ber, höfum áður reynslu af því að fá brilljant útsýni þrátt fyrir að hefja gönguna í þokusudda.

Að göngu lokinni ætlum við að gæða okkur á súpu sem mallar núna á eldavélinni minni. Hún smakkast vel nú þegar, hvað þá eftir svona göngu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða ferð Kristjana og góða skemmtun.

Ég hef fylgst með undirbúningnum hér á blogginu og dáist að þér!  Ótrúlegur kraftur.

Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband