25.5.2009 | 21:11
Í dag var Hallgrímur hlaupinn
Mánudagshringurinn heitir Hallgrímur. Ég hef áður lýst þessum hring en hann hefst við Sundlaug Seltjarnarness, hlaupið út að Ægissíðu og eftir henni. Síðan í gegnum háskólasvæðið, gegnum Hljómskálagarðinn og upp á Skólavörðuholt og að Hallgrímskirkju. Niður Skólavörðustíginn og krókaleiðir gegnum Vesturbæinn og aftur út á nes.
Þetta eru líklega um 9km.
Á leiðinni var ýmislegt rætt. Þjóðmálin krufin að venju en síðar voru það trúmál og önnur heimspekileg málefni. Leyfið til að vera öðruvísi í okkar þjóðfélagi seinustu ár. Það leyfi var torfengið. Gagnrýni var illa séð. Steypa átti flesta í sama mót og helst ekki að spyrja spurninga.
Hlaupafélagar mínir eru dásamlegt fólk og skemmtilegt.
Ég lofaði myndum frá ferðinni á Botnsúlur sl fimmtudag. Þær koma hér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.