19.5.2009 | 22:34
Á fjall í góðu veðri
Í æfingaprógrammi fyrir fjallgöngu er nauðsynlegt að ganga á fjöll.
Eins og ég hef áður upplýst stendur göngufélagi minn Hugrún fyrir gönguferðum á þriðjudagskvöldum. Í kvöld var gengið á Vífilsfell í blíðskaparveðri.
Útsýni af Vífilsfelli er frábært. Akrafjallið, Esjan, Móskarðshnjúkar, Skálafell, Botnssúlur, Þórisjökull, Skjaldbreið, Hlöðufell, Bláfell á Kili, Kerlingarfjöll, Hekla, Tindfjöll og Eyjafjallajökull. Að ógleymdum minni fjöllum nær.
Það er óhætt að mæla með kvöldgöngu á Vífilsfell.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.