Gestagangur

Það munaði litlu að lítið yrði úr æfingum í dag. Ég var rétt ekki farin út til að hlaupa mánudagshlaupið með TKS þegar gamall skólabróðir minn birtist.

Svona eðalvinum sleppir maður ekki kaffilausum út úr húsi og var röflað um lífið og tilveruna. Gaman að hitta gamla vini. Hlaupahópurinn stakk mig því svo rækilega af að ég reyndi bara alls ekki að elta þau.

Eftir að hafa borðað kvöldmat var ekki viðlit að ég kæmist út að hlaupa með magann fullan og aftur birtist kaffigestur.

Þegar klukkan var langt gengin í tíu var kvöldmaturinn komin nægilega neðarlega til að ég treysti maganum á hlaup. Ég fór út og hljóp hér rangsælis um nesið, út fyrir Bakkatjörn og kringum golfvöllinn. Þetta eru ca 7,5km.

Bara verulega notalegur kvöldrúntur, sólin að setjast og krían á fullu að undirbúa varpið.

Nú eru 2,6 kg farin. Enga bjartsýni, ætli það megi ekki gera ráð fyrir ca 2kg í garnafyllingu þannig að ein góð máltíð er fljót að snúa þessu við. Betur má ef duga skal. Enda á þetta að gerast hægt og rólega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband