26.4.2009 | 22:28
Sérfræðingar og ESB
Steingrímur J. er ákveðinn og skeleggur stjórnmálamaður. Með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgja.
Nú óttast ég að ósveigjanleiki hans verði honum og nýrri vinstri stjórn fjötur um fót. Steingrímur virðist ekki geta sætt sig við að hafnar verið aðildarviðræður að ESB og kosið verði um inngöngu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hann kvartar undan ESB elítu sem haldi umræðunni á lofti og öllum þeim "sérfræðingum" sem haldi því fram að við ættum að láta reyna á aðildarviðræður.
Ég tel nauðsynlegt í ljósi aðstæðna á þessu landi að við hlustum á "sérfræðinga" um efnahagsmál. Tökum mark á þeim leiðum sem þeir leggja til. Þetta gildir bæði um leikmenn og stjórnmálamenn.
Því tel ég að Steingrímur verði líka að hlusta á alla "sérfræðingana".
Í umræðu liðinna vikna hafa þessi "sérfræðingar" flestir átt það sammerkt að hafa mælt með aðildarumsókn.
Nú ríður á að VG dragi upp leiðir út úr þeirri krísu sem við erum í og marki okkur peningamálastefnu til framtíðar. Peningamálastefnu sem studd er rökum sérfræðinga í efnahagsmálum.
Með eða án ESB.
Ef Steingrímur skilar enn auðu í þessum málum en þverskallast samt enn við að fara að ráðum "sérfræðingaelítunnar" þá sýnist mér von mín um Röskvustjórn fölna fljótt.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kannske væri betra fyrir Samfó að snúa sér að Framsókn og Borgaraflokknum vonandi eru þau "stjórntæk"...,
Erna Bjarnadóttir, 27.4.2009 kl. 08:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.