18.4.2009 | 22:38
Það versta sem fannst um Vinstri græna
Þegar á brattann er að sækja í kosningabaráttu grípa stjórnmálaöfl stundum til örþrifaráða. Eitt af þeim er að dreifa neikvæðum áróðri um andstæðinginn.
Þessi neikvæði áróður getur falist í því að slíta orð hans úr samhengi, gera lítið úr honum eða benda á möguleg hagsmunatengsl sem þykja óæskileg.
Án efa eru Vinstri grænir hreina mey þessarar kosningabaráttu. Þeir voru í stjórnarandstöðu allan gróðæristímann en óþreytandi við að benda á hættuna sem yfir vofði. Þóttu bara neikvæðir nöldrarar. Einnig voru þeir með bókhald sitt opið þannig að ljóst var allan tímann hver styrkti þá og hversu mikið.
Einn skeleggasti og hreinskilnasti stjórnmálamaður okkar í dag er Katrín Jakobsdóttir í VG. Hún segir okkur umbúðalaust það sem aðrir þora ekki að segja. Þannig stjórnmálamönnum getum við treyst. Við erum komin með nóg af því að vera leynd sannleikanum.
Nú hefur verið opnuð vefsíða sem "AHA hópurinn" stendur fyrir. Hverjir það eru kemur auðvitað ekki fram. Markmið þessarar vefsíðu er að sverta frambjóðendur VG.
Miðað við það markmið finnst mér afar þunnt það sem er á þessari síðu. Það versta sem síðuhöfundar hafa um VG að segja er eftirfarandi:
- Katrín Jakobsdóttir segir okkur sannleikann um niðurskurð í opinberum rekstri, vill frekar launalækkanir en uppsagnir.
- Jón Bjarnason telur ósanngjarnt að niðurskurður næstu ára lendi með sama þunga á þeim svæðum sem ekki nutu góðærisins og þeirra svæða sem nutu þess.
- Bróðir Kolbrúnar Halldórsdóttur hefur setið í stjórnum svokallaðra útrásarfyrirtækja.
- Steingrímur J. Sigfússon er á móti nektar- og súlustöðum og vill stemma stigu við klámdreifingu á netinu.
- Kolbrún Halldórsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um litaval á klæðnaði ungbarna á fæðingardeildum.
Var AHA hópurinn búinn að leita lengi þegar hann loksins fann þessi hræðilegu atriði um frambjóðendur VG?
Var virkilega ekkert annað sem hópurinn fann til að setja sem andáróður um þau?
Eða er þetta bara lélegur brandari?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Spaugilegt, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Í besta falli málefnafátækt.
Í versta falli níð og rógur.
Ömurlega sjúskað.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.4.2009 kl. 22:57
Það er ekki hægt að hlægja að barnalegum áróðri þeirra. Dæmir sig sjálft.
Anna Einarsdóttir, 18.4.2009 kl. 22:59
Það er nú þannig með sjálfstæðismenn, að þeim nægir ekki að að dreifa neikvæðum áróðri um andstæðinga sína í kosningabaráttu; árið um kring starfa þeir eins og skítadreifarar við að ausa óhróðri og lygum um pólitíska andstæðinga sína. Í þessum menningargeira stjórnmálanna standa sjálfstæðismenn lang fremstir allra.
Jóhannes Ragnarsson, 18.4.2009 kl. 23:00
Er ekki hægt að fara fram á að loka þessari síðu?
Edda Agnarsdóttir, 19.4.2009 kl. 11:01
Nei er ekki betra að leifa þeim að halda áfram að skjóta sig í fótinn? Sammála því að þetta er frekar aumt.
Ásdís (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 17:16
Já Vinstri Græn eru bara orðin stjórntæk....
Erna Bjarnadóttir, 19.4.2009 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.