Nýi Framsóknarflokkurinn

Sigmundur Davíð nýkrýndur formaður Framsóknarflokksins kvartar undan skipulagðri áróðursherferð á hendur sér.

Eiginkona Sigmundar á eignir sem eru tilkomnar sem hennar hlutur í gömlu fjölskyldufyrirtæki. Ekki ætla ég að hafa það á móti þeim. Að sögn Sigmundar er þetta uppistaðan í eignum þeirra hjóna. Gott og vel.

Það sem Sigmundur á hins vegar alveg eftir að gera okkur grein fyrir, er afstaða hans til sölu ríkisins á eignum þess til útvalinna einstaklinga tengdum bæði Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Því miður fyrir Sigmund kemur nafn föður hans þar upp.

Vissulega á Sigmundur ekki sjálfkrafa að gjalda föður síns en það er sjálfsögð krafa kjósenda þessa lands að afstaða hans og flokksins í heild til þessara eignatilfærslna sé ljós.

Treysti Sigmundur og "Nýi Framsóknarflokkurinn" sér ekki til að fordæma þessa gjörninga er tómt mál að tala um breytingar á þeim bænum.

Sjálf er ég alin upp við samvinnuhugsjónina og er enn þann dag í dag veik fyrir henni. Eftir að hafa horft upp á þann stjórnmálaflokk sem helst hefur kennt sig við þessa hugsjón, stela eignum sem safnast hafa saman eins og "fé án hirðis" og koma í hendur valinna einstaklinga, þá þarf meira til en að flokkurinn komi fram með nýtt andlit rétt fyrir kosningar til að ég trúi að eitthvað hafi breyst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Samvinnuhreyfingin gerði margt gott fyrir okkar þjóð sérstaklega dreifbýlið,þó ég sé nú einstaklingshyggjumaður þá var ég mikill samvinnumaður gott að vinna saman þar sem það á við og gera það af heilindum.Það sem fór með SÍS og kaupfélögin var græðgi sjónarmið þau þurftu að gúkna yfir öllu, vildu drepa niður einstaklings framtak stað þess að vinna með þeim.

Þess skal þó getið að kaupfélagið sem ég þekki best tók ekki þátt í þessum leik og var ekki með pólitískar ofsóknir ,enda lifir það en, okkur öllum í okkar samfélagi til hagsbóta.

Ragnar Gunnlaugsson, 22.2.2009 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband