Morgunblaðið á sunnudegi

Í dag sunnudaginn 8. febrúar fer Morgunblaðið á kostum. Gæti ég tekið fyrir nokkrar fréttir og greinar þar sem ýmist greinarhöfundar eða viðmælendur hemja sig ekki af gremju yfir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hrökklast frá völdum.

Staksteinar fjalla um ljósmyndara Morgunblaðsins sem skv. Fréttablaðinu nýlega selur lögreglu ljósmyndir sínar. Morgunblaðið segir þetta sérlega duglegan starfsmann sem yfirleitt sér fyrstur á vettvang og nái því mikilvægum myndum. Þetta geti ljósmyndarinn þar sem hann hafi komið sér upp mikilvægum samböndum. Orðrétt segir Mogginn: "Hann er ekki ræstur út til að mynda á meðan öðrum fjölmiðlum eru ekki veittar upplýsingar, eins og ritstjóri Fréttablaðsins segir í blaði sínu í gær. En hann hefur betri sambönd en aðrir".

Jahá, hann er ekki ræstur út, hefur einfaldlega góð sambönd. Hver er munurinn?

Agnes Bragadóttir fjallar á bls 10 um "Heilaga Jóhönnu í ham". Geðvonska Agnesar skín skemmtilega í gegn í þessum pistli að það er unun að lesa.

Agnes gerir einnig úttekt á umsvifum Lúðvíks Bergvinssonar. Ekki ætla ég að leggja mat á viðskipti þingmannsins, en mér virðist Agnes helst hafa það á hann að skuldir fasteignafélags sem Lúðvík á hlut í séu hærri en eignir. Það má vel vera að eitthvað megi finna meira á Lúðvík en ekki kemur það fram í greininni en ansi er ég hrædd um að þetta eigi við um mörg fyrirtæki í landinu.

Annars á Agnes heiður skilinn fyrir að hefja umfjöllun um fjármálaumsvif þingmanna. Ég bíð spennt eftir að sjá umfjöllun hennar um Árna Matthíssen, Þorgerði Katrínu (og eiginmanns hennar) og svo erfðaprinsinn Bjarna Benediktsson.

Það er af nógu að taka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já sko...... það er margt að hlakka til ! 

Anna Einarsdóttir, 8.2.2009 kl. 23:41

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er búin að búa til sérstakt albúm undir greinaflokk Agnesar á síðunni minni og bíð nú spennt eftir næstu úttekt. Hún hlýtur að taka þá alla fyrir - úr öllum flokkum. Annað væri gróf mismunun.

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.2.2009 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband