Íþyngjandi eftirlitskerfi

Áróður stuttbuxnaliðsins er byrjaður. Nú halda þeir því fram að það hafi ekki verið skortur á regluverki sem kom okkur á kaldan klakann. Auglýsingar um það eru birtar í fjölmiðlum í dag.

Eigum við að trúa því að við hefðum verið betur stödd með enn minna regluverk?

Ég vil minna á samþykkt seinasta landsfundar Sjálfstæðisflokksins:

Hið opinbera þarf stöðugt að huga að því að lögbundið eftirlitskerfi verði ekki of íþyngjandi fyrir atvinnulífið og þarf að gæta þess að gera ekki óþarfar kröfur til atvinnulífsins og taka ekki upp meira regluverk en nauðsyn krefur. Þá skal lögð áhersla á að eftirlit verði eftir því sem kostur er í höndum einkaaðila, meðal annars með því að fyrirtæki njóti innra eftirlits. Það að ákvörðunarvald um hvaða kröfur skuli gerðar liggi hjá hinu opinbera, þarf ekki að þýða að ríkið þurfi sjálft að hafa allt eftirlitið með höndum. 

Skyldu þeir hjá Andríki kannast við þessa ályktun og trúa því ennþá að eftirlitskerfi okkar hafi verið "of íþyngjandi"?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband