Hringt í Davíð

Einn morguninn í nýliðinni viku ræddi ég við samstarfskonu mína ástandið í efnahagsmálum landsins. Okkur var framganga seðlabankastjóra ofarlega í huga og töldum báðar að hann ætti samstundis að fara frá. Í miðju samtali teygir samstarfskona mín sig í símann og segir:

"Ég ætla að hringja í Davíð".

Ég verð eitt spurningamerki á svipinn, ég vissi að hún væri framtakssöm og léti verkin tala en ég vissi ekki að hún hefði númerið hans bara svona í kollinum.

Þegar hún sá svipinn á mér skellti hún upp úr, hún var auðvitað að grínast.

"Ég þarf að hringja í tölvudeildina því ég kemst ekki inn í tölvuna mína", sagði hún svo til skýringa.

Ég skellti einnig upp úr, hún náði mér alveg.

Samstarfskona mín velur nú númerið hjá tölvudeildinni. Tölvudeildin svarar strax:

"Tölvudeild, Davíð". !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Þetta var of mikið, hún treysti sér ekki til að bera upp neitt erindi, hvorki þetta með tölvuvandræði sín né þetta með seðlabankastjóra. Hún skellti á og við sprungum báðar.

Erindið til tölvudeildar varð að bíða aðeins. Hitt erindið bíður ennþá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Skemmtilegar svona típur og ferlega fyndin tilviljun

Solla Guðjóns, 12.10.2008 kl. 22:21

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Kannski hét hann einmitt Davíð Oddsson. Einn góður vinur minn heitir einmitt það og það kom honum stundum í vandræði þegar hinn var og hét, fékk til dæmis einu sinni sent hvítt duft í umslagi. Hann er tölvunarfræðingur en nú veit ég bara ekki hvar hann vinnur núna. En það væri óneitanlega mjög fyndið ef þetta hefði verið tölvumaðurinn Davíð Oddsson í símanum

Margrét Birna Auðunsdóttir, 15.10.2008 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband