10.10.2008 | 17:16
Þingflokkur Sjálfstæðismanna klappaði meðan þjóðin sat sem lömuð
Á ráfi um bloggheima er mögulegt að rekast á ýmislegt athyglivert sem almennt þykir ekki fréttnæmt í stærri fjölmiðlum. Ég rakst í gærkvöld á færslu sem vakti athygli á dagbókarfærslu dómsmálaráðherra frá því seinasta mánudag. Þar er m.a. eftirfarandi texti:
Þingflokkur sjálfstæðismanna kom saman klukkan 15.00 og þar var frumvarpið lagt fyrir þingmenn og kynnti Árni M. Mathiessen fjármálaráðherra það í fjarveru Geirs H. Haarde, sem var að búa sig undir ávarp til þjóðarinnar, sem hann flutti í sjónvarpi og útvarpi klukkan 16.00. Þar lýsti hann því, hvernig fyrir fjármálakerfi þjóðarinnar væri komið. Við hlustuðum á hann í þingflokksherberginu og að máli hans loknu var honum klappað verðskuldað lof í lófa.
Hversu vel sem forsætisráðherra flutti ræðu sína á mánudaginn þá var efni hennar þess eðlis að lófaklapp átti engan veginn við. Ekki frekar en í jarðarför eftir velútfærða líkræðu. Þjóðin sat sem lömuð eftir þessa ræðu og hugsaði með skelfingu til framtíðarinnar, okkur var fögnuður með lófataki ekki efst í huga.
En þingflokkur Sjálfstæðisflokksins klappaði.............
Í hvaða leikriti er þingflokkur Sjálfstæðisflokksins að leika?
Ekki því sama og almenningur á Íslandi, fólkið sem stendur í nokkurra klukkutíma biðröð í Hagkaup eftir að slátursendingin komi þann daginn. Biðröðin í dag náði lengst innan úr búðinni og út á götu sögðu mér sölumennirnir.
Mér stendur ekki á sama um viðbrögð ráðamanna við vandanum. Þessi viðbrögð eru ekki til þess fallin að ég treysti þeim til að taka á honum af fullri alvöru.
Er þessi þingflokkur ennþá að klappa fyrir Seðlabankastjóra?
Æi.............................
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:17 | Facebook
Athugasemdir
Já manni stendur ekki á sama um framgöngu þessara manna þá loks þeir stigu fram.það vekur furðu mína að ekki hafi hafi verið leitað beint til alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
mér finnst óþefur af þessu öllu og álikta að þeir hafi verið að vinna sér tíma til að pússa hlutina til.
Þjóðin hefur verið hljóð og veitt þeim vinnufrið.
En það sem þeir hafa verið að gera virðist vera hver skandallinn á fætur öðrum.....beinlínis hættulegir skandalar.
má ég arga á þinni síðu ????
Nei nei
Solla Guðjóns, 10.10.2008 kl. 20:04
Þvílíkt og annað eins dómgreindarleysi.
Anna Einarsdóttir, 10.10.2008 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.