Umræða um neyðarlög

Eins og margir landsmenn sit ég og reyni að átta mig á hvaða hremmingar ganga nú yfir okkur. Að einhverju leyti skortir mig þekkingu og vit til að skilja hvað þetta raunverulega þýðir.

Miklu skiptir að börn séu upplýst um það sem vitað er og hvað þetta þýðir fyrir þeirra fjölskyldu en enn skortir mikið á að almenningur geti skýrt þetta út fyrir þeim, við fullorðna fólkið skiljum það ekki enn.

Ég horfi nú á umræður frá Alþingi. Innlegg tveggja þingmanna vil ég minnast á:

Steingrímur J. Sigfússon vill draga til ábyrgðar þá sem fyrir þessu stóðu. Það er kannski ekki verkefni dagsins í dag en svo mikið er víst að þetta er það sem við þessi sauðsvarti almenningur vil sjá. Ekki endilega opinberar refsingar, bara að nöfnin séu tilgreind þeim til ævarandi skammar. Almenningi svíður sú staðreynd að ástandið sé mögulega tilkomið vegna græðgi einungis 20-30 manna.

Guðni Ágústsson segir framsóknarmenn hafa varað við þessu. Mögulega má það til sanns vegar færa og sannarlega hefur ríkisstjórnin siglt um seinustu mánuði með bundið fyrir augun. En Guðni gleymir alltaf að minnast á hver var við stjórnvölinn þegar grunnurinn var lagður að þessum atburðum. Hver var í ríkisstjórninni sem einkavæddi bankana, lækkaði bindiskyldu, jók möguleika einstaklinga og fyrirtækja til skuldsetningar, réð Davíð Oddsson sem seðlabankastjóra? Það sem ég er að segja m.ö.o. leyfði íslensku hagkerfi að éta fíl. Guðni, stundum er bara betra að hafa lágan prófíl.

Nú er verkefnið að vinna saman á samfélagslegum nótum, styðja sameiginlega við þá sem eiga um sárt að binda vegna þessa. Einhvern veginn er mér það ofar í huga en spariféð okkar.

Var einhver að tala um félagshyggju?

ps. Það er náttúrulega grátbroslegt að það sé hægt að flokka færslur hér á blogginu undir "Landsbankadeildin". Líklega eiga flestar færslur í dag heima þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já mikið er Steingrímur J. góður ræðumaður, einn sá allra besti.

Ég ætla reyndar rétt að vona að þessir 20 verði dregnir til ábyrgðar og ég er ekkert á móti því að þeir hljóti opinbera refsingu. Ekki slapp Árni Johnsen við það og er þó bara smáþjófur.

Hér er svo hugmynd að nýjum samkvæmisleik.

Nefnið þessa 20 sem bera ábyrgð á ástandinu: Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, Hannes Smárason, Jón Ásgeir Jóhannesson, Bjarni Ármannsson, Bakkavararbræður......

Ásdís (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 18:08

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Auðvitað verður að fara fram rannsókn á því sem fór úrskeiðis og menn verða að axla, fjárhagslega, pólitíska, lagalega og siðferðislega ábyrgð. Um þetta er líka talað í öðrum löndum þó þetta sé verkefni morgundagsins ekki dagsins í dag þegar neyðarlög eru sett. Sparifé þarf auðvitað að verja, annars mun enginn leggja krónu í íslenskan banka í framtíðinni flóknari er ástæðan fyrir þeirri ákvörðun nú ekki. Almenningur sem á fé í markaðssjóðum þetta á hitt mun hins vegar tapa stórfé, það telst ekki til innistæðna í bönkum. Líka þeir sem eiga hlutabréf. Sparifé margra mun því rýrna svo mikið er víst. Það mun líka taka vel í pyngju margra að borga af erlendum lánum þar til gengi krónunnar styrkist á ný. Ársgömul lán í svissfrönkum og yenum hafa tvöfaldast. Íbúðalánasjóður gleypir ekki þessi lán öllsömul.

Erna Bjarnadóttir, 6.10.2008 kl. 20:44

3 identicon

Mér finnst líklegt að ekki verði mikið flutt inn af kobe kjöti, skógardúfum akurhænsnum fyrir þessi jól.

Sá athyglisvert innskot um Ísland á BBC news í gærkvöld þar sem rætt var örstutt við Vilhjálm Bjarnason. Hann sagði 20-30 Íslendinga í raun bera ábyrgð á þessu, sem er stærstu hluthafarnir í bönkunum. Spyrillinn hváði og ég segi það satt ég held augun í honum hafi stækkað og eyrun með...

Bylgja (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 09:58

4 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Sammála kæra vinkona, fyrst þarf að róa lífróðurinn, síðan þarf að taka á sukkinu. Það er auðvitað ófært að almenningur sitji uppi með rústirnar meðan bónusfurstarnir hafi allt sitt á hreinu. En það er verkefni morgundagsins, í dag þarf að lágmarka skaðann og allir þurfa að taka á. Loksins vaknaði ríkisstjórnin og fattaði alvarleika málsins.

Guðmundur Auðunsson, 7.10.2008 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband