Nú er krónan ógæfuleg og óskiljanleg

Þegar fréttir eru skrifaðar í flýti geta dásamlegar ambögur orðið til. Í kvöld birtist á visir.is frétt eftirfarandi frétt:

Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir að atlaga sé gerð að krónunni, sem sé afskaplega ógæfuleg og óskiljanleg

Tja, ja, detta mér nú allar dauðar lýs úr höfði, er Davíð nú farinn að halda því fram að blessuð krónan sé ógæfuleg og óskiljanleg?

Ég hlustaði á viðtalið og einhvernveginn fannst mér akkúrat þetta ekki vera það sem hann átti við.

Ætli skýringin sé ekki sú að blaðamaður hafi aðeins misstigið sig í notkun á tilvísunarfornanfninu "sem". Svona misstök lífga aðeins upp á tilveruna á svona annars gráum degi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það væri nú dálítið skondið ef Davíð hefði allt í einu þessa skoðun á sinni heittelskuðu krónu - en ekki atlögunni! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.9.2008 kl. 22:46

2 identicon

Misstök?

Mundi (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband